Siðuð mótmæli skila árangri

Þessi viðbrögð starfsmanna utanríkisráðuneytisins eru til mikillar fyrirmyndar og það er alveg ljóst að mótmælendur eru að hafa meiri áhrif með því að koma sínum boðskap fram með samræðum í stað skemmdarverka.

Á sama hátt fannst mér mótmælagerningurinn fyrir framan stjórnarráðið í morgun afar flottur og kom hann skilaboðunum um þetta hræðilega ástand á Gaza og voðaverkum Ísraelsmanna vel til skila. Þau hefðu samt alveg mátt sleppa því að sletta lit á sjálfa bygginguna.

Það hefði verið alveg nóg að setja rauðan lit á stéttina til að minna á það lóð sem hermenn Ísraels ganga í þegar þeir myrða saklausa borgara í leit sinni að glæpamönnum Hamaz. Glæpamönnum sem þeir hafa í rauninni að miklu leiti búið til sjálfir með framkomu sinni til áratuga.

Eins og ég hef áður skrifað, er eina leiðin til lausnar í þessum hildarleik, að Sameinuðu þjóðirnar komi inn með öflugt friðargæslulið, sem gæti svæðisins til næstu framtíðar, eða á meðan að heilbrigð kynslóð Palestínumanna og Ísraelsmanna vex úr grasi.


mbl.is Fundað með mótmælendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband