Ísraelsmenn, samúð mín er upp urin
9.1.2009 | 09:52
Ísrael er land sem stofnað var af Sameinuðu þjóðunum, meðal annars með stuðningi Íslands. Sömu samtökum og nú segja að her landsins hafi neytt 110 manns inn í hús og varpað á það sprengjum sólarhring síðar. Alls hafa yfir 700 Palestínumenn, þar af 257 börn, verið drepnir í þjóðhreinsunarárás Ísraelsmanna, sem engu virðast eira.
Ég gat ekki annað en fellt tár yfir kvöldfréttum sjónvarps þar sem faðir kyssti drepið barn sitt hinsta sinni. Ég á tvö börn á sama aldri, sem skildu sem betur fer ekki fréttirnar.
Maður getur ekki annað en leitt hugann að þeim voðaverkum sem nasistar beittu gyðinga í seinna stríði, þegar maður heyrir svona fréttir. Á grundvelli samúðar vegna þeirra voðaverka var stuðningurinn við stofnun Ísraelsríkis byggður.
Voðaverka svipaðrar náttúru og þessi sama þjóð er nú að beita þá þjóð sem fyrir var á svæðinu. Palestínumenn.
Á þessu máli virðist í mínum huga vera ein lausn, að upphaflega samþykkt SÞ, sem gerði ráð fyrir tveimur ríkjum, ríki gyðinga og ríki Palestínumanna, verði gerð gildandi á ný og upphaflegu landamæri ríkjanna verði aftur dregin. Sameinuðu þjóðirnar, sem stýrðu ferlinu, komi með sterkt friðargæslulið á svæðið. Ekki einhverjar örfáa tindáta. Það friðargæslulið þarf að vera á svæðinu í það minnsta mannsaldur ódrepins manns, því það fólk sem er að alast upp núna á svæðinu getur ekki verið heilt og getur varla fyrirgefið þau voðaverk sem það hefur mátt þola á þann hátt að það geti haldið friðinn án hjálpar og stuðnings.
Ísraelsmenn hafa með þessum voðaverkum fyrirgert samúð minni.
![]() |
Sprengdu hús fullt af fólki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)