Ísraelsmenn, samúð mín er upp urin

Ísrael er land sem stofnað var af Sameinuðu þjóðunum, meðal annars með stuðningi Íslands. Sömu samtökum og nú segja að her landsins hafi neytt 110 manns inn í hús og varpað á það sprengjum sólarhring síðar. Alls hafa yfir 700 Palestínumenn, þar af 257 börn, verið drepnir í þjóðhreinsunarárás Ísraelsmanna, sem engu virðast eira.

Ég gat ekki annað en fellt tár yfir kvöldfréttum sjónvarps þar sem faðir kyssti drepið barn sitt hinsta sinni. Ég á tvö börn á sama aldri, sem skildu sem betur fer ekki fréttirnar.

Maður getur ekki annað en leitt hugann að þeim voðaverkum sem nasistar beittu gyðinga í seinna stríði, þegar maður heyrir svona fréttir. Á grundvelli samúðar vegna þeirra voðaverka var stuðningurinn við stofnun Ísraelsríkis byggður.

Voðaverka svipaðrar náttúru og þessi sama þjóð er nú að beita þá þjóð sem fyrir var á svæðinu. Palestínumenn.

Á þessu máli virðist í mínum huga vera ein lausn, að upphaflega samþykkt SÞ, sem gerði ráð fyrir tveimur ríkjum, ríki gyðinga og ríki Palestínumanna, verði gerð gildandi á ný og upphaflegu landamæri ríkjanna verði aftur dregin. Sameinuðu þjóðirnar, sem stýrðu ferlinu, komi með sterkt friðargæslulið á svæðið. Ekki einhverjar örfáa tindáta. Það friðargæslulið þarf að vera á svæðinu í það minnsta mannsaldur ódrepins manns, því það fólk sem er að alast upp núna á svæðinu getur ekki verið heilt og getur varla fyrirgefið þau voðaverk sem það hefur mátt þola á þann hátt að það geti haldið friðinn án hjálpar og stuðnings.

Ísraelsmenn hafa með þessum voðaverkum fyrirgert samúð minni.


mbl.is Sprengdu hús fullt af fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Tegar hitinn for ad haekka i gaer for eg inn til ad kaela mig nidur og kveikti a sjonvarpinu...Aljazeera vard stodin sem kom fyrst inn...

Eg gleymdi hitanum uti vid sundlaugina tegar eg horfdi a sundur -skotin  lik barnanna a Gasa, sum voru adeins tveggja ara gomul...Tetta er tyngra en tarum taki ad horfa upp a tessa slatrun a obreittum borgurum og tad smabornum ...Nyr forseti Bandarikjanna naer eftil vill tokum a tessu skelfingar-astandi...

Eru tessar frettamyndir sem eg var ad tala um, syndar i rikissjonvarpinu heima a Islandi? 

Guðrún Magnea Helgadóttir, 9.1.2009 kl. 12:26

2 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Fín grein hjá þér Gestur og ég held að mjög mikill meirihluta landsmanna sé á sama máli. Annað væri stórskrítið.

Jóhann G. Frímann, 9.1.2009 kl. 15:41

3 Smámynd: Ari Jósepsson

Ég skil bara ekki afhverju eru alltaf slæmar frettir ?

Er það til þess að gera fólk þunglynd eins og þig greinilega.

Hvernig væri að koma með eitthvað jákvætt ?

Ari Jósepsson, 9.1.2009 kl. 16:51

4 Smámynd: Þráinn Árni Baldvinsson

Þetta er góður pistill hjá þér Gestur.

Mikið er gert til að halda á lofti minningu þeirra er létust í helförinni, sem er gott, við megum ekki gleyma, en við hefðum átt að læra eitthvað. Í Bosníu stríðinu gerðist nákvæmlega það sama, þjóðarhreinsanir, þjóðarmorð. Lærðum við ekkert eftir þann hrylling? 

Það er mér svo alveg óskiljanlegt að ísrael skuli standa fyrir þjóðarhreinsunum!

Þráinn Árni Baldvinsson, 9.1.2009 kl. 17:42

5 Smámynd: Árni þór

Það gleymist allt of oft hérna í umræðunum að þetta er á báða bóga, eldflaugum er skotið á Ísrael og sjálfsvígssprengjur springa, Ísraelsmenn svara svo því eins og sjá má.
Fréttaflutningur hefur svo oft verið í einstefnu vil því benda á þessa frétt; http://www.amx.is/frettaskyringar/1919/

Árni þór, 9.1.2009 kl. 18:42

6 Smámynd: Þráinn Árni Baldvinsson

Árni kærleikur, Hamas-liðar eiga ekki mína samúð.

En ísraelsmenn hafa farið offari, er þetta leiðin til að berja á hryðjuverkamönnum?

Á að drepa saklaust fólk í stórum stíl?

Ísraelsmenn eru endanlega búnir að tapa vegna aðgerða sl. daga.

Þráinn Árni Baldvinsson, 9.1.2009 kl. 18:52

7 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Hrikalegt að horfa upp á þessar fréttamyndir af grátandi börnum eða af líkum þeirra.
Mér finnst að við (Ísland) eigum að gefa út yfirlýsingu um að við fordæmum þessar árásir Ísraelsmanna.
Það höfum við gert áður og ekki í fyrsta sinn þar sem Ísraelsmenn eiga í hlut gagnvart Palestínu.

Kolbrún Baldursdóttir, 9.1.2009 kl. 19:22

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Í mínu námi í markaðsfræðum erlendis eru svona fréttir kallaðar á ensku "promotional murder". Almenningur í Palestínu er fornarlamb fárra, sem er álíka og við höfum verið fyrir hér á íslandi í efnahagshruninu. Ísraelsher hóf árás sína á Hamas samtök eftir að þeir héldu stöðugt áfram að senda sprengjur yfir á tilviljunarkend skotmörk í ísrael. Ísrael svarar með hörku og sendir sín skilaboð að þeim stöðum sem sökudólgar halda sig. Hinsvegar fylgir það ekki sögunni að þessir staðir eru einnig staðir þar sem börn leika sér. Þess vegna sjáum við foreldra á lífi en fjölmörg börn látin og slösuð. Því er síðan sjónvarpað til þes að skapa svokallað "promotional murder". Hinsvegar er að mín persónulega skoðun að ofbeldi í hvaða formi sem er er óásættanleg aðgerð til að ná sáttum.

Haraldur Haraldsson, 9.1.2009 kl. 21:01

9 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Takk fyrir góða grein, Gestur.

Ég skil ekki að Ísrael geti haldið áfram þessum morðum á saklausum borgurum.  Stærstur hluti alþjóðasamfélagsins hefur gagnrýnt þá harðlega en þeir halda alltaf áfram.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 9.1.2009 kl. 21:25

10 Smámynd:

Góður pistill hjá þér Gestur og ég er sammála sérhverju orði.

, 9.1.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband