Ráðlaus flokkur í vanda

Ögmundur hefur ekki treyst sér í að fylgja eftir þeim tillögum að niðurskurði sem lágu á borði Heilbrigðisráðherra og kynntar verða í dag og notar nú Icesave sem flóttaleið til að þurfa ekki að horfa í augun á eigin skjólstæðingum í BSRB.

Þetta er ekki eini vandi VG, því úrskurður Svandísar Svavarsdóttur um að setja línulagnir í heildstætt umhverfismat, gengur þvert á stöðugleikasáttmálann sem sú ríkisstjórn sem hún situr sjálf í hefur samþykkt.

Vandinn verður svo enn meiri þegar rennur upp fyrir verkalýðsfélögunum, einu af öðru, að þessi ríkisstjórn ætlar sér ekki eða getur ekki komið sér saman um aðgerðir til að tryggja atvinnu.

Þannig að ég skil Guðfríði Lilju vel að hafna því að taka sæti í slíkri ríkisstjórn.


mbl.is Guðfríður Lilja hafnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband