Það þarf kjark til þjóðarsáttar

Stöðugleikasáttmálinn, sem átti að vera hin nýja þjóðarsátt, svipuð þeirri sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu á sínum tíma við ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, virðist á enda runninn vegna ósamstöðu og ákvarðanatökufælni ríkisstjórnarinnar.

Við Íslendingar höfum frá þjóðarsáttinni búið við samhentar ríkisstjórnir sem hafa talað einum rómi í flestum málum. Það er forsenda stjórnmálalegs stöðugleika sem er aftur forsenda trúverðugleika, sem aftur er forsenda þess að aðilar þori að fjárfesta til framtíðar í atvinnutækjum hvers konar, sem aftur er forsenda hás atvinnustigs og verðmætasköpunnar sem er forsenda velmegunar í landinu.

Sá tími virðist því miður vera liðinn og er sorglegt að hlutunum skuli vera þannig fyrir komið að stjórnmálaflokkar eins og Framsókn og Sjálfstæðisflokkur geti ekki farið í nauðsynlegt frí frá stjórnartaumunum til hugmyndafræðilegrar endurnýjunar án þess að stjórnmálalegur glundroði skapist. Aðgerðaleysi og ákvarðanatökufælni ríkisstjórnarinnar hefur kostað þjóðarbúið miklar fjárhæðir og tíma og þá sannast hið fornkveðna, það veit enginn hvað átt hefur fyrr en misst hefur.


mbl.is Ekkert bólar á yfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískur stöðugleiki er forsenda alls annars

Stærsta vandamál íslensks samfélags í dag eru ekki himinhæðir stýrivaxta, gjaldeyrishöft, Icesave né AGS.

Stærsta vandamál íslensks samfélags er að í landinu er ekki lengur pólitískur stöðugleiki.

Dæmi um birtingarmynd þessa pólitíska óstöðugleika eru fjárlögin sem sett eru fram sem frumdrög, ekki fullmótað frumvarp, stöðugleikasáttmáli sem ekki er virtur og alger trúnaðarbrestur milli stjórnarflokkanna í atvinnumálum og skattamálum.

Meðan ekki er pólitískur stöðugleiki, þora hvorki erlendir né innlendir fjárfestar að fara í neinar fjárfestingar og draga frekar úr en hitt, til að minnka áhættu sína.

Á meðan verður lítið um endurreisn og á því bera stjórnarherrarnir alla ábyrgð. 

Engir aðrir.


mbl.is Í bið vegna orkuskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband