Menntaskattur

Þessir blessuðu sósíalistar virðast ekki skilja skattkerfið og það þótt sjálfur skattstjórinn fyrrverandi sé innanborðs.

Því einfaldara sem skattkerfið er, því betra. Það virðast þessir herramenn ekki átta sig á.

Ef leggja á hærri hlutfallslegar álögur á þá sem hærri hafa tekjurnar þarf ekki að flækja kerfið. Mun eðlilegra er að leggja á hærri prósentu og hækka um leið persónuafsláttinn.

Væri gustuk að miða skattleysismörkin loksins við lágmarksframfærslu, útfrá sameiginlegum framfærslugrunni. Löngu þarft verkefni

En þessir herramenn verða líka að átta sig á því að þeir eru að letja fólk til náms, því ef leggja á hærri skattprósentu á þá sem fara í nám og eiga því færri ár á vinnumarkaðinum af þeim sökum eru þeir að greiðla hlutfallslega hærri upphæð af sínum ævitekjum í skatt.

Ef menn vilja endilega hafa þetta svona, er eðlilegt að afborganir af námslánum yrðu á móti skattfrjálsar.


mbl.is Mikil hækkun skatta í pípunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband