Aðgát skal höfð við hækkun skatta
13.11.2009 | 15:22
Við hækkun skatta verður ríkisstjórnin að reyna í lengstu lög að láta hækkanirnar ekki hækka verðlag, því það slær tvöfalt í gegnum hækkun verðtryggðra lána
Að setja skatt á allt eldsneyti er eitthvað sem erfitt er að mótmæla svo lengi sem aðrar álögur á bílaeldsneyti eru lækkaðar tilsvarandi þannig að það hækki ekki vísitöluna.
Reyndar hefði ég talið betra að leggja á flatan kolefnisskatt, í stað orkuskatta og hækkunar eldsneytisskatta þannig að rafskaut álveranna, kolabrennsla og önnur losun gróðurhúsaloftegunda sé skattlögð í anda polluter pays principle
![]() |
Sérstakur olíuskattur settur á |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Engin ákvörðum er sú versta
13.11.2009 | 00:00
Stöðugleiki er líklegast það verðmætasta sem rikisstjórnin getur gefið þjóð sinni.
Stöðugleiki þýðir að hægt er að taka ákvarðanir og ákvarðanir þýða framþróun, fjárfestingu, jákvæðni traust og neyslu. Allt grundvallaratriði og forsendur fyrir farsælli enduruppbyggingu samfélagsins.
Skattabreytingar til málamynda, til eins árs, þýðir að það verður enginn stöðugleiki. fólk veit ekki hvað býður þess, hvorki fyrirtæki né einstaklingar.
Þess vegna er það versta niðurstaðan að taka engar ákvarðanir, sem bráðabirgðaákvarðanir eru.
Þó þær hugmyndir sem lekið hafa út, líklegast vegna andstöðu einhverra stjórnarþingmanna, séu margar hverjar arfavitlausar, þá eru þær skárri en yfirlýstar bráðabirgðaákvarðanir.
Þær eru staðfesting á stjórnmálalegum óstöðugleika og það er það versta sem hver ríkisstjórn getur gefið þjóð sinni.
![]() |
Áfram rætt um skattamálin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |