Verður ekki að skýra hlutina fyrir ESB?

Það eru svo greinilega tvær ríkisstjórnir í landinu að okkur sem sjáum það ber skylda til að láta þá sem það ekki sjá og skilja vita af því.

Ráðherrar VG telja sig alls ekki bundna af orðum og gerðum ríkisstjórnarinnar og haga sér í samræmi við það, gefa út yfirlýsingar þvert á stjórnarsáttmálann og telja sig alls ekki bundna af þeim samningum sem ríkisstjórnin í heild sinni gerir, eins og stöðugleikasáttmálann.

Þegar ástandið er þannig ríkir ekki stjórnmálalegur stöðugleiki en hann er alger forsenda fyrir því að nokkur beri traust til okkar, hvort sem eru aðrar þjóðir, lánardrottnar eða íslenska þjóðin.


mbl.is Ummæli fjármálaráðherra vekja athygli í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband