Skynsemin ræður - að lokum

Icesavemálið er með þeim stærri sem Alþingi hefur tekist á við og hefur heldur óbjörgulega verið haldið á því.

Fautagangur meirihluta fjárlaganefndar, sem afgreiddi málið í andstöðu við minnihluta og anda þingskapa orsakaði þessi viðbrögð minnihlutans, enda fáránlegt að afgreiða málið úr nefnd án nákvæmrar yfirferðar nefndarinnar, sem er sá vettvangur sem velta á við öllum steinum. Ekki þingsalur Alþingis.

Þess vegna er þetta skynsamleg niðurstaða, að taka málið gaumgæfilega fyrir í nefndum þingsins,  sem meirihlutanum hefði verið best að gera strax og fjárlaganefnd gerði þessi mistök.


mbl.is Þingfundur hafinn á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband