Skaði fyrir Reykjavíkurborg

Svandís Svavarsdóttir er öflugur og raunsær stjórnmálamaður, sem hefur staðið sig með mikill prýði í borgarmálunum og væri virkilega eftirsjá af henni úr þeim.

Hvort þetta er fyrsta skrefið í því að hún taki við eða steypi Steingrími J af stóli skal ósagt látið.


mbl.is Svandís stefnir á 1. sætið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðskrum stjórnarflokkanna eða valdagræðgi

Búið er að gefa út að kosningar til Alþingis verða 25. apríl. Eftir 52 daga, þann 10 apríl, 15 dögum fyrir kjördag kl 12 lýkur framboðsfresti.

Allir flokkar eru komnir á fullt með að velja á sína lista, þegar eru margar kjördæmaeiningar flokkanna búnar að ákveða aðferðir við val á lista, margir frambjóðendur hafa einnig tilkynnt sín framboð og eru farnir að gera hosur sínar grænar fyrir þeim sem ákveða hvar á lista þeir munu skipast.

Miðað við þær forsendur sem fyrir liggja.

Ef farið verður í að breyta kosningalögum núna, verður ekki hægt að afgreiða þær breytingar fyrr en eftir eðlilega þinglega meðferð, sem tekur í það minnsta viku eða tíu daga.

Þá þurfa allar kjördæmaeiningar flokkanna að taka sínar ákvarðanir upp miðað við breyttar forsendur, sem tekur í það minnsta hálfan mánuð og taka ákvarðanir um hvaða einstaklingar eigi að vera í framboði og þá hvernig. Þá er langt liðið á mars.

Hver heilvita maður getur skilið að á þeim tíma verður ekki hægt að heyja neina kosningabaráttu, þannig að greinilegt er að stjórnarflokkarnir eru að búa til ástæðu til að seinka kosningum og sitja lengur við völd, sem er ekkert annað en valdagræðgi.

Sömuleiðis er furðuleg forsjárhyggja hjá stjórnarflokkunum að ætla að breyta þessum reglum, þegar búið er að ákveða að halda stjórnlagaþing, sem mun einmitt fjalla um akkurat þetta mál ásamt svo mörgum öðrum.

Nei stjórnarflokkarnir eru bara að slá ryki í augum kjósenda með lýðskrumi


mbl.is Von á frumvarpi um kosningalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband