Lýðskrum stjórnarflokkanna eða valdagræðgi

Búið er að gefa út að kosningar til Alþingis verða 25. apríl. Eftir 52 daga, þann 10 apríl, 15 dögum fyrir kjördag kl 12 lýkur framboðsfresti.

Allir flokkar eru komnir á fullt með að velja á sína lista, þegar eru margar kjördæmaeiningar flokkanna búnar að ákveða aðferðir við val á lista, margir frambjóðendur hafa einnig tilkynnt sín framboð og eru farnir að gera hosur sínar grænar fyrir þeim sem ákveða hvar á lista þeir munu skipast.

Miðað við þær forsendur sem fyrir liggja.

Ef farið verður í að breyta kosningalögum núna, verður ekki hægt að afgreiða þær breytingar fyrr en eftir eðlilega þinglega meðferð, sem tekur í það minnsta viku eða tíu daga.

Þá þurfa allar kjördæmaeiningar flokkanna að taka sínar ákvarðanir upp miðað við breyttar forsendur, sem tekur í það minnsta hálfan mánuð og taka ákvarðanir um hvaða einstaklingar eigi að vera í framboði og þá hvernig. Þá er langt liðið á mars.

Hver heilvita maður getur skilið að á þeim tíma verður ekki hægt að heyja neina kosningabaráttu, þannig að greinilegt er að stjórnarflokkarnir eru að búa til ástæðu til að seinka kosningum og sitja lengur við völd, sem er ekkert annað en valdagræðgi.

Sömuleiðis er furðuleg forsjárhyggja hjá stjórnarflokkunum að ætla að breyta þessum reglum, þegar búið er að ákveða að halda stjórnlagaþing, sem mun einmitt fjalla um akkurat þetta mál ásamt svo mörgum öðrum.

Nei stjórnarflokkarnir eru bara að slá ryki í augum kjósenda með lýðskrumi


mbl.is Von á frumvarpi um kosningalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Ætla þau sér bara ekki að koma "góðum" málum í gegn áður en kosningarnar verða, betra að skila málum fyrir kosningar en eftir.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 17.2.2009 kl. 13:34

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Með því að setja lög sem ekki er hægt að fara eftir, því í raun er verið að fresta kosningabaráttunni og draga hana saman í kannski hálfan mánuð, er það eðlilegt?

Gestur Guðjónsson, 17.2.2009 kl. 13:51

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það ætti nú ekki að koma neinum á óvart þó að stjórnarflokkarnir grípi til lýðskrums, slíkt er ekkert nýtt frá þeim.  Eitthvað þóttust þið Framsóknarmenn jú verða varir við klækjastjórnmál þegar stjórnin var að komast á koppinn.

En stjórnin situr í boði Framsóknarflokks, sköpuð fyrir ykkar tilstilli og með ykkar stuðningi.

En berin geta verið fljót að súrna.

G. Tómas Gunnarsson, 17.2.2009 kl. 14:25

4 identicon

Ekki ætla ég að blanda mér sérstaklega í þessa fáránlegu umræðu hjá ykkur herrar mínir en mig langar bara að minna ykkur á að þetta var eitt af þeim atriðum sem núverandi stjórn sagðist ætla að koma í gegn ef hún mögulega gæti stax í upphafi. Þetta er ekkert nýtt og því fara alhæfingingar eins og að þetta séu klækir eða að slá ryki í augun á fólki í hóp með því allra heimskulegasta sem ég hef á minni æfi heyrt.

Eru þessi orð ekki bara töluð úr munni Sjálfstæðismanna sem elska bara sinn flokk og eru á móti öllum öðrum og hverju sem þeir gera þó það væri að bjarga lífi þeirra? Það er ekkert að gerast hér sem er neitt nýtt og kjörstjórnir, ef þær eru ekki rotnaðar eða heimskar, hljóta að hafa tekið með í reikninginn að til stæði að breyta kosningarlögunum þar sem það hafði verið kynnt.

Þar að auki hafa allir reiknað með að þessi kosningarbarátta yrði frekar stutt og að þessar kosningar myndu ekki verða eins einfaldar og flestar en það er það sem Sjálfstæðisflokkurinn ásamt samstarfsflokkum sínum í gegnum árin hafa kallað yfir sjálfa sig og okkur hin.

Drengir mínir, hættið þessu væli og sættið ykkur við að Geiri, Davíð og þeirra vinir fá kanski bara ekki meiri frípassa á Alþingi eða í vasa okkar.

Þetta er að mínu mati heimskuleg grein og illhugsaðar athugassemdir líka sem mér finnst ekki á nokkurn hátt vera málefnalegar.

En ég skipti mér greinilega meira af þessu en ég ætlaði mér. Merkilegt það, svona er það víst bara.

Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 14:52

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það að stjórnin setji sér það markmið að breyta kosningalögum í stjórnarsáttmála gerir það ekkert raunhæfara í mínum augum, það er alveg sama lýðskrumið fyrir það.

Þetta er mál sem Stjórnlagaþing á það fjalla um.

Gestur Guðjónsson, 17.2.2009 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband