Vandasöm forgangsröðun
20.2.2009 | 14:58
Það er rétt og göfugt markmið að ætla sér að reyna að fækka banaslysum í umferðinni og með til þess að gera litlum tilkostnaði mætti ná miklum árangri, ef skipulega er haldið á málum. En ef útrýma á banaslysum algerlega, er ég sannfærður um að þeim fjármunum sem þyrfti að nota í að bjarga síðustu mannslífunum í umferðarslysum væri betur varið í að bjarga mannslífum annarsstaðar í samfélaginu.
Sérstaklega þegar jafn hátt hlutfall banaslysa er vegna dópkeyrslu, áfengiskeyrslu og ofsaaksturs.
![]() |
Banaslysum í umferðinni verði útrýmt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Uppbyggingu á Suðurnesin
20.2.2009 | 13:38
Hvort það verði gert með því að byggja álver eða aðra atvinnustarfsemi, þarf að treysta stoðir atvinnulífsins á Suðurnesjum. Þar á að leita allra leiða og útiloka ekki neitt sem til framfara getur horft.
Það á líka við um aðra landshluta.
Þess vegna er slæmt að heyra þá Þórðargleði sem skín í gegnum málflutning ráðherra VG varðandi álversuppbygginguna í Helguvík.
En mest þörf er á að almenn starfsskilyrði fyrirtækjanna í landinu séu tryggð, þannig að þau störf sem þegar er búið að skapa, glatist ekki í fjöldagjaldþrotum.
Það er ekki gert með því að rífast um persónukjör eða ámóta. Það er gert með því að taka raunhæfar ákvarðanir um uppbyggingu efnahagslífsins og fjármálakerfisins.
Hitt getur beðið betri tíma.
![]() |
Álver í Helguvík í óvissu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |