Davíð sér sínum augum silfrið

Það er með ólíkindum að fylgjast með þeirri tækni sem Davíð Oddsson býr yfir til að snúa viðtölum og umræðum á þann hátt að það henti honum og hans sýn á hlutina taki yfirhöndina, eins og hann gerði í Kastljósviðtali kvöldsins.

Frá hans bæjardyrum séð, virðast allir í kringum hann vera fífl og fyrir færði hann sín rök.

En Davíð á eftir að svara því hví í veröldinni hann vék ekki fyrst honum var sýnt það vantraust að ekki var tekið mark á þeim varnaðarorðum sem hann segist hafa verið með.

En auðvitað á Davíð að fara úr Seðlabankanum til að skapa frið um starfsemi bankans, óháð því hvort það sé verðskuldað eða óverðskuldað að hann fari. Það er eins í þessu máli eins og í stjórnmálunum. Lífið er ekki endilega sanngjarnt...

En reyndar finnst mér skrítið að ríkisstjórnin skuli ekki víkja Davíð fyrir vanrækslu, því mér vitanlega hefur Seðlabankinn ekki gefið ríkisstjórninni skýrslu um hví verðbólgumarkmiðin hafi ekki náðst, né komið fram með tillögur til breytinga þannig að þau megi nást, samkvæmt gildandi peningamálastefnu:

"Stefnt er að því að verðbólgan verði að jafnaði sem næst verðbólgumarkmiðinu. Víki hún meira en 1½ prósentu í hvora átt ber Seðlabankanum að gera ríkisstjórninni opinberlega grein fyrir ástæðum þess og leiðum til úrbóta"


mbl.is Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband