Jákvæð umhverfisáhrif bankahrunsins
11.3.2009 | 10:00
Fína orðið yfir nægjusemi og nýtni er sjálfbærni, grundvallarorð í allri umhverfisumræðu. Nægjusemi og nýtni eru hugtök sem voru óttalega hallærisleg 2007, en eru núna komin á réttan stall, þannig að í umhverfislegu tilliti hefur bankahrunið afar jákvæð umhverfisleg áhrif.
Magn úrgangs sem berst til urðunar hefur snarminnkað, eldsneytiseyðsla minnkar og öll nýting hluta batnar.
Eins og ég hef áður skrifað, þá er árið 2008 líklegast mesta happaár íslensks samfélags. Það á bara eftir að líða svolítill tími áður en það verður almennt viðurkennt.
![]() |
Leikskólar leita allra sparnaðarleiða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjálfstæðisflokkurinn enn og aftur til skaða í stjórnarskrármálum
11.3.2009 | 00:27
Þessi framkoma Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrármálum er engin tilviljun. Hún er framhald þeirrar hegðunar sem flokkurinn hefur sýnt undanfarin ár og áratugi. Flokkurinn er valdaflokkur, hefur verið við völd og því eru allar breytingar ógn við þá stöðu.
Síðasta stjórnarskrárnefnd, undir formennsku Jóns Kristjánssonar, var komin að niðurstöðu í meira og minna öllum atriðum, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fann stöðu forsetans sem tylliástæðu til að stoppa málið og Samfylkingin hafði ekki burði til að knýja framhald þeirrar vinnu í gegn, eitthvað sem Framsókn hafði þó þrek til að gera, enda nauðsyn á endurskoðun stjórnarskrárinnar þeim ljós.
Þótt það sé í hæsta máta einkennilegt að vera að keyra stjórnarskrárbreytingu um annað en stjórnlagaþing í gegn núna, rétt fyrir kosningar, verður að horfa á hegðun stjórnmálaflokkanna í því ljósi að nú sé loksins hægt að koma einhverjum breytingum á stjórnarskrá lýðveldisins í gegn um Alþingi án þess að ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn sé í hættu.
![]() |
Umræðu um stjórnarskrárfrumvarp frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |