Sjálfstæðisflokkurinn enn og aftur til skaða í stjórnarskrármálum

Þessi framkoma Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrármálum er engin tilviljun. Hún er framhald þeirrar hegðunar sem flokkurinn hefur sýnt undanfarin ár og áratugi. Flokkurinn er valdaflokkur, hefur verið við völd og því eru allar breytingar ógn við þá stöðu.

Síðasta stjórnarskrárnefnd, undir formennsku Jóns Kristjánssonar, var komin að niðurstöðu í meira og minna öllum atriðum, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fann stöðu forsetans sem tylliástæðu til að stoppa málið og Samfylkingin hafði ekki burði til að knýja framhald þeirrar vinnu í gegn, eitthvað sem Framsókn hafði þó þrek til að gera, enda nauðsyn á endurskoðun stjórnarskrárinnar þeim ljós.

Þótt það sé í hæsta máta einkennilegt að vera að keyra stjórnarskrárbreytingu um annað en stjórnlagaþing í gegn núna, rétt fyrir kosningar, verður að horfa á hegðun stjórnmálaflokkanna í því ljósi að nú sé loksins hægt að koma einhverjum breytingum á stjórnarskrá lýðveldisins í gegn um Alþingi án þess að ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn sé í hættu.


mbl.is Umræðu um stjórnarskrárfrumvarp frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Pálsson

Hvað þarf að breyta svona mikið í stjórnarskránni?

Þarna er stendur til að eyða 1500 milljónum í óþarfar breytingar á stjórnarskrá landsins.

Veistu hver helsti tilgangur breytingarinnar er?

Það er að meirihlutinn geti breytt sjálfur stjórnarskránni þegar honum hentar án þess að þurfa njóta stuðnings tveggja þinga.

Það er hrein fáviska að gera slíkt, þannig væri hægt að veita einföldum meiri hlut einræði allt til endaloka.

Haraldur Pálsson, 11.3.2009 kl. 08:48

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Ef það á að breyta stjórnarskránni á einhvern máta þá þarf að byrja á að leggja af flokkakerfið og taka upp einstaklingskosningar. Síðan er hægt að fara að huga að breytingum.

En þar sem kerfið eins og það er, hallt undir núverandi flokka þá verður sú breyting ekki gerð, og allra síst af Framsóknarflokki, sem hefur minnst atkvæðamagn bakvið hvern þingmann af öllum flokkum.

Heimir Tómasson, 11.3.2009 kl. 08:48

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Heimir, það er ekki rétt hjá þér. Það breyttist með síðustu kosningalagabreytingum, sem Framsókn btw samþykkti. Hugmynd Framsóknar um stjórnlagaþing er einmitt að þangað yrði kosið einstaklingskosningu og svo tæki það þing ákvörðun um allt fyrirkomulag á stjórnskipun Íslands. Hvort kjósa eigi listakosningu, hvort það eigi að vera í kjördæmum og þá hvaða, hvort kjósa eigi forsætisráðherra beint, hvert hlutverk forsetans eigi að vera. Allt heila klabbið.

Gestur Guðjónsson, 11.3.2009 kl. 09:49

4 Smámynd: Heimir Tómasson

OK, I stand corrected, eins og skáldið kvað. Hinsvegar er það engin nýlunda að það þarf að koma burt flokkakosningunum. Kosningar eiga að vera um einstaklinga, hvar þeir raða sér í flokk á ekki að koma kosningunum við. Ef ég kýs þig, þá er ég ipso facto að kjósa framsókn, en ég er þá ekki að aðstoða næsta mann fyrir ofan eða neðan við að komast á þing, menn sem ég myndi kannski alls ekki vilja sjá á þingi. Þeirra stuðningsmenn geta kosið þá ef þeir vilja.

Ráðherrar eiga ekki að vera sitjandi þingmenn. Þeir eiga að vera kosnir beinni (einstaklings) kosningu. Einfaldlega framkvæmdastjórar og sem slíkir hefðu þeir ekki kosningarétt á þingi. Bandaríska módelið er alls ekki vitlaust þegar nánar er að gáð.

Heimir Tómasson, 11.3.2009 kl. 11:00

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Heimir, við erum alveg að tala saman

Gestur Guðjónsson, 11.3.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband