Össur tapar rússneskri kosningu
14.3.2009 | 21:12
Össur Skarphéðinsson var einn í framboði í 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Af einskærri lýðræðisást tilkynntu Jóhanna og Össur að 1. og 2. sætið væru frátekin fyrir þau á blaðamannafundi.
Samt fær Össur einungis þriðjung atkvæða í 1.-2. sætið af þeim atkvæðum sem búið er að telja.
Ef önnur atkvæði eru á sömu leið er hann einn fárra stjórnmálamanna sem hafa tapað rússneskri kosningu.
Það hljóta að teljast skýr skilaboð.
![]() |
Röðin óbreytt hjá Samfylkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Illfærar leiðir að sameiginlegu markmiði
14.3.2009 | 15:38
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa hver um annan þveran gagnrýnt efnahagstillögur Framsóknar.
Samt hafa þeir ekki komið fram með neinar þær tillögur sem gætu betur náð þeim markmiðum sem allir hljóta að vera sammála um, að reyna að bjarga eins mörgum heimilum frá hörmungum gjaldþrots.
Sú eina umræða sem fram hefur komið frá stjórnarflokkunum er að skoða beri aðstæður hvers og eins. Ekkert hefur komið fram um hvernig eigi að skoða þær eða hvaða úrræðum eigi að beita. Þessi Flanagan tók einmitt skýrt fram að það þó leið sem væri örugglega ófær.
Hvort það að fara nákvæmlega í 20% niðurskurð, með hámarki niðurfellingar á hvern og einn sé besta leiðin veit ég ekki. En meðan engin kemur fram með neinar aðrar tillögur er það besta tillagan sem fram hefur komið.
Það er kjarkleysi hins öfundsjúka og hugmyndasnauða að gagnrýna tillögurnar án þess að benda á aðrar betri.
Það er nefnilega engin tillaga í þessum málum algóð. Þær eru bara misjafnlega illfærar.
![]() |
Þjónkun IMF við stjórnvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Götótt samantekt um öryggismál
14.3.2009 | 10:02
Gegna sveitarfélögin og almannavarnanefndir þeirra engu hlutverki í öryggismálum þjóðarinnar? Bara almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og er búið að flytja slökkviliðin frá sveitarfélögunum til Umhverfisráðuneytisins?
Gegnir Vinnueftirlit ríkisins engu hlutverki í öryggismálum Íslands, eru stórslysavarnir í iðnaði öryggismálum óviðkomandi?
Þetta er það sem maður sér bara í hendingskasti við að renna augunum yfir yfirlitið í fréttinni og þar sem siglingavernd hefur verið algerlega undanskilin í skýrslunni er það hlutverk siglingastofnunnar heldur ekki tilgreint.
Því meira sem maður skoðar þessa skýrslu, því betur sér maður hversu illa hún er unnin.
Eins og ég hafði séð kostina í því að geta byggt á skýrslu eins og þessari við endurskoðun verndaráætlanna þeirra hafnaraðstaðna sem ég ber siglingaverndarlega ábyrgð á, get ég á engan hátt byggt á á þessari skýrslu. Hún er engan vegin nógu traust.
Reyndar segir þessi niðurstaða mér að löngu sé kominn tími til að einfalda þennan málaflokk á Íslandi, fyrst sérfræðingar á launum við að greina öryggiskerfið geta ekki náð yfirsýn yfir það.
![]() |
20 milljarðar í öryggið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Endurnýjun með reynslu
14.3.2009 | 00:34
Þrátt fyrir að alger endurnýjun hafi orðið á efstu mönnum á lista Framsóknar, er þetta síður en svo reynslulaus listi.
Gunnar Bragi hefur verið leiðtogi Framsóknarmanna í sveitarstjórn Skagafjarðar um árabil og virkur í flokknum lengi.
Guðmundur drakk stjórnmálin með móðurmjólkinni og Sindri hefur verið virkur í bændasamtökunum um árabil.
Með kjarnakonunni Elínu Líndal er þetta vösk sveit reyndra manna sem munu afla sér fylgis um allt kjördæmið.
![]() |
Fyrst og fremst þakklátur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |