Götótt samantekt um öryggismál

Gegna sveitarfélögin og almannavarnanefndir þeirra engu hlutverki í öryggismálum þjóðarinnar? Bara almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og er búið að flytja slökkviliðin frá sveitarfélögunum til Umhverfisráðuneytisins?

Gegnir Vinnueftirlit ríkisins engu hlutverki í öryggismálum Íslands, eru stórslysavarnir í iðnaði öryggismálum óviðkomandi?

Þetta er það sem maður sér bara í hendingskasti við að renna augunum yfir yfirlitið í fréttinni og þar sem siglingavernd hefur verið algerlega undanskilin í skýrslunni er það hlutverk siglingastofnunnar heldur ekki tilgreint.

Því meira sem maður skoðar þessa skýrslu, því betur sér maður hversu illa hún er unnin.

Eins og ég hafði séð kostina í því að geta byggt á skýrslu eins og þessari við endurskoðun verndaráætlanna þeirra hafnaraðstaðna sem ég ber siglingaverndarlega ábyrgð á, get ég á engan hátt byggt á á þessari skýrslu. Hún er engan vegin nógu traust.

Reyndar segir þessi niðurstaða mér að löngu sé kominn tími til að einfalda þennan málaflokk á Íslandi, fyrst sérfræðingar á launum við að greina öryggiskerfið geta ekki náð yfirsýn yfir það.


mbl.is 20 milljarðar í öryggið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég get nú ekki annað en tekið undir með þér.  Sem sérfræðingi í áhættu- og öryggisstjórnun, þá finnst mér margt furðulegt í þessu mati.  Það fyrsta sem ég vil nefna er aðferðafræðin.  Menn nálgast málið út frá ógnum, en ekki verðmætum.  Ég skil ekki hvernig er hægt að ákveða að eitthvað safn ógna skipti máli án þess að vera búið að skilgreina hvað eru mikilvægir þættir fyrir samfélagið.  Annars verð ég með námskeið um áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu 20. og 21. apríl.  Nánari upplýsingar eru fáanlegar á hér Tvö námskeið um stjórnun upplýsingaöryggis, áhættustjórnun og stjórnun rekstrarsamfellu

Marinó G. Njálsson, 14.3.2009 kl. 13:41

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Heill sér þér Marinó, það er vöntun á þekkingu og sjónarmiðum í þennan málaflokk, af því tagi sem ég veit að þú býrð yfir. Þess má geta að nafn mitt er á lista yfir umsækjendur um stöðu forstjóra FME, og ef svo ólíklega færi að ég fengi starfið yrði það mitt fyrsta verk að ráða þig til starfa.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.3.2009 kl. 15:11

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Guðmundur, ég tók eftir nafninu þínu og óska þér góðs gengis.  Ég þakka traust þitt á mér og höfum í huga að enginn veit sína ævi fyrr en öll er.

Marinó G. Njálsson, 14.3.2009 kl. 16:06

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég vil reyndar taka það fram hér, að ég sótti um starfið í hálfgerðu gríni þar sem ég hef ekki þá reynslu krafist er og menntun mína er á öðru sviði en fjármálum. Ég á því alls ekki von á að verða ráðinn, og mæli t.d. miklu frekar með því að Vilhjálmur Bjarnason fái starfið, eða jafnvel Már Mixa en ég vil samt frekar hafa hann áfram með okkur í L-listanum ef ég leyfi mér að vera eigingjarn. ;) 

Það vakti hinsvegar athygli mína að ég er ekki eini kerfisfræðingurinn á listanum, en ég er þar titlaður "vefforritari" þar sem það var starfsheiti mitt þegar ég skráði mig hjá Capacent Ráðningum í fyrra. Fyrir þetta starf hlýtur þó titillinn "kerfisfræðingur" að virka meira traustvekjandi, því fyrir leikmenn er langt frá því augljóst hvað vefforritun á sameiginlegt með starfi sem snýst um að rekja upp spillingarvefi fjármálakerfisins. Auk þess er varla nauðsynlegt að forstjórinn sé sérfræðingur í öllu, til þess hefur hann starfsfólk og lykilatriði að nýr forstjóri muni velja það fólk vel.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2009 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband