Flokkurinn treystir Bjarna - en treystir þjóðin flokknum?

Það verður áhugavert að sjá hvort forystuskiptin í Sjálfstæðisflokknum, svona kortéri fyrir kosningar muni hafa einhver áhrif á þá stöðu sem flokkurinn er kominn í.

Bjarni Benediktsson er að mínu viti hinn vænsti maður, sem vill landi og þjóð allt hið besta, þótt ég sé ekki sammála honum um það hvað það sé, sem er landinu fyrir bestu.

Þrátt fyrir þessa breytingu er nánast engin önnur breyting á Sjálfstæðisflokknum fyrir þessa kosningar. Frjálshyggjupésarnir hlutu allir góða kosningu í örugg þingsæti í Reykjavík, nánast óbreyttur listi í Kraganum, dæmdur maður í næsta öruggu þingsæti í Suðurkjördæmi, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar fyrir hrunið í baráttunni í Norðausturkjördæmi og óverðskuldað laskaður fyrrverandi ráðherra í baráttusætinu í Norðvesturkjördæminu.

Það verður áhugavert að fylgjast með því hvort þjóðin treysti flokki sem stillir upp á þann hátt.


mbl.is Nýrri kynslóð treyst til verks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lágkúrulegasta lágkúra seinni tíma

Árás Davíðs Oddssonar á Sigmund Erni, hversu réttmæt sem hún kynni að vera í annan tíma, í ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins er líklegast mesta lágkúra sem sést hefur í íslenskum stjórnmálum í seinni tíð.

Hún er skör lægri en lágkúra Össurar Skarphéðinssonar þegar hann spurði hvar heilbrigðisráðherra væri, vitandi að Ingibjörg Pálmadóttir var erlendis að jafna sig eftir áfall.

Sigmundur Ernir missti barn í vikunni.

Við slíkar aðstæður eru menn friðhelgir.

Engin afsökunarbeiðni hefur komið frá Davíð Oddssyni vegna málsins, þrátt fyrir að bloggarar og fésbæklingar hafi gert viðvart um þetta og sómakærir Sjálfstæðismenn hljóta að hafa séð, þótt Davíð hafi ekki gert það, sem ég efa þó, eins vel tengdur og maðurinn er.


mbl.is Víkingar með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband