Hvað breyttist, Ólafur F Magnússon?

Hinn 31. mars í fyrra hélt Ólafur F Magnússon, þá borgarstjóri, því fram að Framsókn drægi taum verktaka og bæri sök á því hvernig fyrir miðborginni væri komið.

Í framhaldinu tók Óskar Bergsson borgarfulltrúi málið upp í borgarstjórn og lýsti Ólafur F Magnússon því yfir aðspurður að hann ætti ekki við Óskar Bergsson í því sambandi. Í framhaldinu hittust Guðni Ágústsson, þá formaður Framsóknar, Óskar og Ólafur og eftir þann fund mærðu þeir allir drengskap og gæði hvers annars.

Eftir sátum við hinir 11.998 Framsóknarmennirnir undir ásökunum Ólafs F.

Í bréfi sem ég skrifaði honum fór ég fram á að hann svaraði mér hvort hann ætti við mig.

Ekkert svar hefur borist frá Ólafi F.

Nú ber svo við að þessi sami Ólafur F Magnússon, er kominn í krossferð gegn þeim sama Óskari Bergssyni, sem hann mærði svo mjög fyrir tæpu ári síðan, vegna mála sem voru til afgreiðslu löngu fyrir þann tíma.

Hvað hefur breyst Ólafur F, eða var ekkert að marka orð þín í apríl í fyrra?

Ef ekki, hvaða orð er þá að marka hjá þér?

Til að ég geti áttað mig betur, endilega gefðu mér merki, þegar taka á mark á þér.


mbl.is Krefur Óskar um svör varðandi Höfðatorg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband