Hipp hipp hipp barbabrella einnar minnihlutastjórnar

Ríkisstjórnin ástundar afar grófa talnafölsun í sínum tillögum, þegar hún segist ætla að skapa 4.000 ríflega ársverk, því í raun eru hún bara að leggja fram tillögur um 2.373 störf, þar af eru 1.000 störf ágiskun um fjölgun í nýsköpunarfyrirtækjum og eins talsverður fjöldi verkefni sem þegar stóð til að fara í og var fyrir löngu komið í ferli eins og gerð snjóflóðavarnargarða.

Annað eru verkefni sem eru í farvatninu og hugsanlegir samningar sem ekki eru í höfn, ekki er búið að fjármagna og annar stjórnarflokkurinn ríkisstjórnarinnar er meira að segja á móti stórum hluta þeirra.

Sömuleiðis er verið að telja upp verkefni sem þegar var búið að skilgreina sem mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar á þorskkvóta.

Mér sýnast um 750-780 af þessum störfum vera raunverulega nýjar tillögur og þeim ber að fagna.

  • Græni trefillinn - stígagerð ofl. í sveitarfélögum 230 ársverk, greitt af sveitarfélögum og ríki
  • Hækkun endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar 120 - 150 ársverk
  • Frumkvöðlasetur í Reykjavík 100 ársverk
  • Sérfræðingar af atvinnuleysisskrá til nýsköpunarfyrirtækja 300 ársverk

Annað er endurupptalning, sem er hrein barbabrella.


mbl.is Ætla að skapa 4000 ársverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband