Hipp hipp hipp barbabrella einnar minnihlutastjórnar

Ríkisstjórnin ástundar afar grófa talnafölsun í sínum tillögum, þegar hún segist ætla að skapa 4.000 ríflega ársverk, því í raun eru hún bara að leggja fram tillögur um 2.373 störf, þar af eru 1.000 störf ágiskun um fjölgun í nýsköpunarfyrirtækjum og eins talsverður fjöldi verkefni sem þegar stóð til að fara í og var fyrir löngu komið í ferli eins og gerð snjóflóðavarnargarða.

Annað eru verkefni sem eru í farvatninu og hugsanlegir samningar sem ekki eru í höfn, ekki er búið að fjármagna og annar stjórnarflokkurinn ríkisstjórnarinnar er meira að segja á móti stórum hluta þeirra.

Sömuleiðis er verið að telja upp verkefni sem þegar var búið að skilgreina sem mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar á þorskkvóta.

Mér sýnast um 750-780 af þessum störfum vera raunverulega nýjar tillögur og þeim ber að fagna.

  • Græni trefillinn - stígagerð ofl. í sveitarfélögum 230 ársverk, greitt af sveitarfélögum og ríki
  • Hækkun endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar 120 - 150 ársverk
  • Frumkvöðlasetur í Reykjavík 100 ársverk
  • Sérfræðingar af atvinnuleysisskrá til nýsköpunarfyrirtækja 300 ársverk

Annað er endurupptalning, sem er hrein barbabrella.


mbl.is Ætla að skapa 4000 ársverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert að meina Gestur að þau séu að eigna sér árangur fyrri ríkisstjórna? Og/eða hluti tillagna þeirra séu byggðar á lofti. Kosningaáróður?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 14:51

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Óskandi er að störfin verði sem flest og sem best gangi í nýsköpuninni.

Hilmar Gunnlaugsson, 6.3.2009 kl. 18:38

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þessi ríkisstjórn verður fyrst og fremst fátæktarstjórn ef hún fær áframhaldandi umboð.Kanski eiga allir Íslendingar að fara á listamannalaun, en það gleymist hver á að borga.Framsóknarflokkurinn lofaði 12000 ársverkum á kjördæmabilinu 1995 og stóð við það.Það væri allt í lagi að rifja það upp núna.

Sigurgeir Jónsson, 7.3.2009 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband