Þjóðstjórn strax
30.4.2009 | 11:33
Nú er staða mála þannig að það verður að mynda þjóðstjórn. Ef ekki væri vegna efnahagsástandsins þá vegna Mexíkóveikinnar.
Við siglum inn í 12 vikna tímabil þar sem stór hluti þjóðarinnar mun leggjast í flensu í einu og samfélagið mun meira og minna hökta og lamast sem og heimurinn allur.
Þá er ekki tími til að vera í pólitísku karpi.
Ég skora því á Forseta Íslands að kalla forsætisráðherra þegar í stað til Bessastaða, fá hana til að skila stjórnarmyndunarumboði sínu og að því loknu skipi Forsetinn utanþingsráðherra til 6 mánaða, þar sem verkefnið væri annarsvegar að koma þjóðinni í gegnum flensuna og hins vegar að koma henni í gegnum efnahagshrunið og leggja línurnar fyrir enduruppbygginguna í samvinnu við Alþingi.
Hægt væri að miða við að hafa 3 ráðherra í efnahagsmálunum, atvinnuvega, viðskipta og fjármála og 4 ráðherra í flensumálunum, samgöngu, dómsmála, umhverfis og heilbrigðisráðherra. Hinir ráðherrarnir mega vinna hver fyrir sig.
Forsætisráðherra sinnti þeirri skyldu sem segir fyrir um í inflúensuáætluninni
Svo er hægt að mynda venjulega karpstjórn þegar búið er að samþykkja fjárlög.
![]() |
Viðbúnaðarstig 5 vegna flensu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |