Ég þakka Sjálfstæðisflokknum...
6.4.2009 | 16:46
...kærlega fyrir að koma svona grímulaus til dyranna eins og hann er klæddur.
Ef mál eru ekki þóknanlegt Sjálfstæðisflokknum eiga þau að þeirra mati ekki að komast í gegn, jafnvel þótt lýðræðislegur meirihluti sé fyrir þeim á Alþingi.
Það er nú öll virðingin fyrir lýðræðinu á þeim bænum og hljóta kjósendur að þakka þeim fyrir að opinbera sig svona rækilega.
![]() |
Hlé á þingfundi vegna framboðsfundar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Össur niðurlægir fyrrum formann Samfylkingarinnar
6.4.2009 | 15:02
Samningagerð við erlend ríki er á höndum utanríkisráðherra, nema um það sé sérstaklega kveðið í lögum.
Össur Skarphéðinsson er með orðum sínum um að nú séu samningaviðræður við breta í allt öðrum farvegi, að segja að fyrri ríkisstjórn, sem hann sat sjálfur í og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var utanríkisráðherra í, hafi ekkert gert og allt hafi verið ómögulegt.
Hvað er Össur þar með að segja?
Að Vinstrihreyfingin-grænt framboð sé harðari húsbóndi á Samfylkingunni en Sjálfstæðisflokkurinn?
Er frumkvæði Samfylkingarinnar í ríkisstjórn þá ekkert?
Situr hún bara í ráðherrastólum sínum og klappar fyrir því einu saman?
![]() |
Össur: Samningaviðræður í góðum farvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jafnaðarmennska S og VG - allir hafi það jafn skítt
6.4.2009 | 11:53
Jóhanna Sigurðardóttir og aðrir forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar telja að nóg hafi verið að gert fyrir fjölskyldurnar í landinu, þegar búið er að samþykkja þau frumvörp sem nú þegar hafa verið lögð fram. Ríkisstjórnin áformar að koma 200 fjölskyldum til hjálpar, meðan 18 þúsund manns eru atvinnulaus.
Spilin eru komin á borðið, engar heildstæðar tillögur til að reyna að fjölga þeim sem geta staðið í skilum.
Til heimili landsins hafi rétt á aðstoð til að halda húsnæði sínu, verða þau að vera komin í vanskil og vera í raun orðin gjaldþrota. Þá fyrst þóknast Samfylkingunni og Vinstri grænum að koma til hjálpar. Greiðsluaðlögunarlögin gera ráð fyrir að 100-200 heimili þurfi á slíkri aðstoð að halda.
Þau hin sem komast í þrot geta étið það sem úti frýs og enginn vilji hjá Samfylkingunni og Vinstri grænum til að koma í veg fyrir að þau fari í þrot.
Þetta er öll jafnaðarmennskan - að allir hafi það jafn skítt
![]() |
Yfir 12 þúsund á atvinnuleysisskrá á höfuðborgarsvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)