Lygar og pukur ríkisstjórnar með slæman málstað
19.6.2009 | 22:40
Í Kastljósi gærkvöldsins lýsti Indriði H Þorláksson því yfir að ESB og Norðurlandaþjóðirnar væru ánægð með Icesave-samninginn, teldu hann góðan fyrir Íslendinga. Í sama streng tók Steingrímur Joð í utandagskrárumræðum fyrr um daginn.
Íslenskir þingmenn og almenningur fengu fyrst að sjá samninginn í gær, eftir mikinn þrýsting og eftirgang og hefði líklegast ekki gerst, nema vegna þess að RÚV komst yfir eintak annars þeirra.
Af hverju fengu ríkisstjórnir annarra þjóða að sjá samninginn á undan þingi og þjóð?
Ef ríkisstjórnirnar hafa séð samninginn, var þá aldrei trúnaðarleynd yfir honum?
Ekki getur verið að þessar ríkisstjórnir hafi lýst þessu yfir að samningnum óséðum?
Eða lýstu þær þessu ekki yfir og það hafi verið hugarburður í Indriða og Steingrími Joð?
Sama hvaða möguleiki er réttur hefur Steingrímur J Sigfússon gerst ber að ósannsögli.
Ósannsögli manns sem hefur slæman málstað að verja.
![]() |
Skýringar við Icesave-samning birtar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
FME kærir fyrir að vera ekki treyst
19.6.2009 | 22:01
FME rekur bankana. Nú kærir FME LSK fyrir að eiga ekki viðskipti við bankana, heldur beint við lántaka, þar sem bönkunum sem FME rekur er ekki treyst.
Er FME i stöðu til að kæra meðan það er báðum megin borðsins?
Stenst það stjórnsýslulög?
![]() |
Stjórn LSK kærð til lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.6.2009 kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þvílíkur samningur!
19.6.2009 | 09:48
Útgönguákvæðið sem fjármálaráðherra telur varnagla allra varnagla er það ekki, heldur enn frekari skerðing á réttindum, samningsfrelsi og þar með fullveldi Íslands.
Þegar frjálsir samningar eru í gildi milli aðila getur annar aðilinn alltaf leitað til hins og óskað eftir því að gera samning um að samningnum verði breytt eða að hann sé felldur úr gildi og nýr gerður.
Í tilfelli þessa nauðasamnings hefur Ísland takmarkað frelsi sitt til að óska eftir endurupptöku og breytingu á samningnum. Ísland má allranáðarsamlegast ekki trufla breta og hollendinga nema allt sé komið í kaldakol.
- fyrr vilja þeir ekkert við okkur tala.
Ísland er sem sagt búið að skuldbinda sig til að semja ekki aftur við breta og hollendinga fyrr en samningsstaða okkar er gersamlega orðin engin.
Hvers konar samning ætlum við að ná þá?
Verður það jafn glæsileg niðurstaða og fjármálaráðherra taldi þessa niðurstöðu?
![]() |
Icesave: Útgönguákvæði ekki afdráttarlaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)