Lygar og pukur ríkisstjórnar með slæman málstað

Í Kastljósi gærkvöldsins lýsti Indriði H Þorláksson því yfir að ESB og Norðurlandaþjóðirnar væru ánægð með Icesave-samninginn, teldu hann góðan fyrir Íslendinga. Í sama streng tók Steingrímur Joð í utandagskrárumræðum fyrr um daginn.

Íslenskir þingmenn og almenningur fengu fyrst að sjá samninginn í gær, eftir mikinn þrýsting og eftirgang og hefði líklegast ekki gerst, nema vegna þess að RÚV komst yfir eintak annars þeirra.

Af hverju fengu ríkisstjórnir annarra þjóða að sjá samninginn á undan þingi og þjóð?

Ef ríkisstjórnirnar hafa séð samninginn, var þá aldrei trúnaðarleynd yfir honum?

Ekki getur verið að þessar ríkisstjórnir hafi lýst þessu yfir að samningnum óséðum?

Eða lýstu þær þessu ekki yfir og það hafi verið hugarburður í Indriða og Steingrími Joð?

Sama hvaða möguleiki er réttur hefur Steingrímur J Sigfússon gerst ber að ósannsögli.

Ósannsögli manns sem hefur slæman málstað að verja.


mbl.is Skýringar við Icesave-samning birtar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband