Loksins góðar fréttir af bankamálum

Það er afar gott að sjá að kröfuhafar séu að eignast tvo af stóru bönkunum sem hrundu. Á þann hátt eru meiri líkur á því að erlendur banki hefji hér starfsemi, sem mun hafa afar góð áhrif á íslenskt efnahags- og atvinnulíf.

Ríkið hefur ekkert að gera með að eiga allt íslenska bankakerfið en það verður samt að eiga hlut í amk einum banka til einhverrar framtíðar og svo virðist sem Landsbankinn sé dæmdur til þess, vegna Icesave.

Neyðarlögin virðast svo vera þvílíkur óskapnaður að við munum þurfa að vera að bíta úr þeirri nál um langa framtíð.


mbl.is Skilanefndir eignast tvo banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband