Loksins góðar fréttir af bankamálum

Það er afar gott að sjá að kröfuhafar séu að eignast tvo af stóru bönkunum sem hrundu. Á þann hátt eru meiri líkur á því að erlendur banki hefji hér starfsemi, sem mun hafa afar góð áhrif á íslenskt efnahags- og atvinnulíf.

Ríkið hefur ekkert að gera með að eiga allt íslenska bankakerfið en það verður samt að eiga hlut í amk einum banka til einhverrar framtíðar og svo virðist sem Landsbankinn sé dæmdur til þess, vegna Icesave.

Neyðarlögin virðast svo vera þvílíkur óskapnaður að við munum þurfa að vera að bíta úr þeirri nál um langa framtíð.


mbl.is Skilanefndir eignast tvo banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Mikið ofsalega ert þú bernskur.

Heldur þú virkilega að þetta verði okkur til góðs.

Vogunarsjóir eru ekki Hjálpastofnun Kirkjunnar eða Heimilishjálpin.

Þetta eru svæsnustu gróðapungar í heiminum og hákarlar í öðru veldi.

Skammastu þín  fyrir heimskulegaf ærslu um ,,eigur" kröfuhafa.

Sömu eru ekki Kröfuhafar í gjaldþrot banka í BNA vegna þess að lögin eru ekki þeirra megin.

Kratar og sumir Framsóknar -aular með einstökum Sjálfstæðismanni svo sem Villa Egils eru frávita af hræðslu við ,,kröfuhafa" þeir hafa flestir selt á afföllum svona um 90% og vogunarsjóðir keypt til að sjúga okkur  og aumingjana sem stjórna okkur. 

Mibbó

vill senda þetta skítapakk alltsaman heim til sín með öngulinn í rassinum.

Bjarni Kjartansson, 18.7.2009 kl. 00:37

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Á þann hátt eru meiri líkur á því að erlendur banki hefji hér starfsemi, sem mun hafa afar góð áhrif á íslenskt efnahags- og atvinnulíf.

.

Já svakalega, þá geta þessir bankar bætt upp tap sitt og náð peningunum inna aftur á auðtrúa einfeldningum á Íslandi. Það besta sem þeir gætu gert íslenskum fyrirtækjum er einmitt að neita þeim um lán þar til þær skuldir sem standa út úr eyrunum á þeim núna eru greiddar niður aftur. Þá fyrst verða þau nefnilega lánshæf aftur.

Debet er vinstra megin og kredit er hægra megin.

Bankar eru ekki peningabúðir Gestur. Þær eru fyrst og fremst innlánsstofnanir sem svo lána út visst hlutfall af innlánum aftur. Þetta er kölluð bankastarfsemi og sem var ekki stunduð á Íslandi undir stjórn austuríláta hinna nú dauðu banka. Já þetta er rosalega gott, Sjáðu bara hve gott þetta er í Lettlandi og á Írlandi.

Semsagt, bankar hafa einnig Debet hlið í reikningum sínum. Þar eru nefnilega allir peningarnir. Ég er svakalega ánægður með 0,0% innlánsvextina mína hér í DK. Alveg rosalega.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.7.2009 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband