Þjóð í vanda
1.8.2009 | 10:41
Innihald og skilaboð þessarar góðu greinar Evu Joly hefði átt að vera skilaboð þau sem Geir H Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefðu átt að koma á framfæri persónulega á fundi með þeim aðilum sem Eva nefnir í grein sinni, forsætisráðherra breta, hollendinga, ESB og forstjóra IMF.
Menn hafa farið af bæ af minna tilefni.
Eins hafa ráðherrar tekið upp símann af minna tilefni en þessu. Auðvitað hefði aldrei átt að ganga frá Icesave samkomulaginu á embættismannastigi. Auðvitað er þetta mál sem hefði átt að ganga frá á æðsta stigi, milli forsætisráðherra.
En núna sitjum við í erfiðri stöðu - búin að skrifa undir - með fyrirvara um samþykki Alþingis - og hótun allra sem við treystum á um að enga hjálp sé að fá, samþykkjum við ekki þennan samning, sem við getum ómögulega staðið við, þegar allar aðrar skuldbindingar sem við neyðumst einnig til að taka á okkur eru teknar með.
Þetta eru hreinar pyntingar - öll sund virðast lokuð
Þess vegna sé ég ómögulegt annað en að samþykkja samninginn - eins ósanngjarn og slæmur og hann virðist - til að fá önnur lán afgreidd, en fara strax í endurupptöku málsins á grundvelli forsendubrests, sem samkomulagið gerir einmitt ráð fyrir.
Auðvitað eiga Jóhanna og Steingrímur að bregða sér af bæ og banka sjálf upp á í þeim viðræðum - og koma kannski við hjá Obama í leiðinni.
![]() |
Stöndum ekki undir skuldabyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)