Icesave samningnum var í raun hafnað

Forsætisráðherra segir að viðræður við breta og hollendinga um Icesave gætu tekið einhvern tíma.

Það þýðir í raun að semja þarf upp á nýtt og í raun hafi verið farið þá leið sem Framsókn hefur lagt til frá upphafi málsins, með nýjum samningsmarkmiðum, þótt Jóhanna muni fyrr lita hárið á sér blátt en að viðurkenna það. Samningnum var sem sagt hafnað.

Hefði ekki verið heiðarlegra að segja það berum orðum og ganga til samninga á ný í stað þess að fara í feluleik enn og einu sinni eins og er orðinn ljótur plagsiður þessarar ríkisstjórnar?


mbl.is Ræða við Breta og Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrræðaleysi Félagsmálaráðherra algert

Nú 28. ágúst, tæpu ári eftir hrun, vogar félagsmálaráðherra að segja við almenna húsnæðisskuldara þessa lands að nú ríði á að bregðast hratt við, en þráaðspurður í Kastljósi gærkvöldsins kom félagsmálaráðherra ekki með neinar lausnir.

Það eina sem hann segir er hvað megi ekki gera.

Hið pólitíska gjaldþrot er algert

Hvað má þá gera?

Það er alveg ljóst að það verður að fara í almenna leiðréttingu á skuldum. Annað getur ekki staðist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Mér sýnist leið Íslandsbanka að mörgu leiti skynsamleg. Hún færir höfuðstól íbúðalána niður á skynsamlegt plan og aðlagar greiðslur að greiðslugetu, en það sem er nýtt og afar skynsamlegt í tillögum Íslandsbanka er, að hin nýju lán verða óverðtryggð.

Þetta er eitthvað sem menn eiga að huga alvarlega að gera, að vinda ofan af verðtryggingunni í leiðinni.


mbl.is Skuldabyrði liggur þungt á fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband