Icesave samningnum var í raun hafnað

Forsætisráðherra segir að viðræður við breta og hollendinga um Icesave gætu tekið einhvern tíma.

Það þýðir í raun að semja þarf upp á nýtt og í raun hafi verið farið þá leið sem Framsókn hefur lagt til frá upphafi málsins, með nýjum samningsmarkmiðum, þótt Jóhanna muni fyrr lita hárið á sér blátt en að viðurkenna það. Samningnum var sem sagt hafnað.

Hefði ekki verið heiðarlegra að segja það berum orðum og ganga til samninga á ný í stað þess að fara í feluleik enn og einu sinni eins og er orðinn ljótur plagsiður þessarar ríkisstjórnar?


mbl.is Ræða við Breta og Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Staðreindin er að minu viti að hollendingar og bretar geta ekki samþykkt fyrirmálana vegna þess að þá munu fullt af skuldsettum ríkjum aðalega úr þriðja heiminum fara fram á það sama með hliðsjón af þessum samningi, þetta í raun endalega eiðileggur nylendusefnur nutímas, sem er að hlekkja þjóðir í skuldafangelsi og það er eitthvað sem þeir geta ekki fallist á.

þar að auki verður AGS alls ekki sáttur enda var það ekki ætlun þeirra að fresla skuldsett ríki heldur leggja okkur í sama flokk og þau og neiða okkur að selja auðlindir okkar og þekkinu á því sviði fyrir ekki neitt.

Þessir fyrirvara standa aldrei.

Jóhann Hallgrímsson, 28.8.2009 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband