Furðuleg vanþekking forsætis- og fjármálaráðherra á stjórnskipun landsins

Það lýsir algerri vanþekkingu á þeirri stjórnskipun sem við búum við að lýsa því yfir að Íslendingar geti staðfest og samþykkt viðbrögð hollendinga og breta án aðkomu Alþingis.

Eins og leiðari Fréttablaðsins lýsir svo réttilega í morgun, er ríkisstjórnin ekkert annað en framkvæmdanefnd sem á að framkvæma vilja hins þjóðkjörna Alþingis.

Alþingi veitti samþykki sitt, með lögum, fyrir ríkisábyrgð á Icesave-skuldbindingunum í ákveðinn tíma og það er eingöngu Alþingi sem gæti framlengt hana.

- Ekki ríkisstjórnin.

Í þingræði felst að ríkisstjórnin er bundin af vilja Alþingis og það verða Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J Sigfússon að átta sig á.


mbl.is Icesave rætt í þingnefndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband