Furðuleg vanþekking forsætis- og fjármálaráðherra á stjórnskipun landsins

Það lýsir algerri vanþekkingu á þeirri stjórnskipun sem við búum við að lýsa því yfir að Íslendingar geti staðfest og samþykkt viðbrögð hollendinga og breta án aðkomu Alþingis.

Eins og leiðari Fréttablaðsins lýsir svo réttilega í morgun, er ríkisstjórnin ekkert annað en framkvæmdanefnd sem á að framkvæma vilja hins þjóðkjörna Alþingis.

Alþingi veitti samþykki sitt, með lögum, fyrir ríkisábyrgð á Icesave-skuldbindingunum í ákveðinn tíma og það er eingöngu Alþingi sem gæti framlengt hana.

- Ekki ríkisstjórnin.

Í þingræði felst að ríkisstjórnin er bundin af vilja Alþingis og það verða Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J Sigfússon að átta sig á.


mbl.is Icesave rætt í þingnefndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Það var sennilega ekki að ástæðulausu að Ólafur Ragnar krotaði skilaboð á spássíuna þegar hann samþykkti lögin um ríkisábyrgð á IceSave.

Skilaboðin voru að það ætti að fara eftir þessum lögum, hélt reyndar að það ætti við öll lög en Steingrímur og Jóhanna virðast telja sig hafin yfir lögin.

G. Valdimar Valdemarsson, 18.9.2009 kl. 11:11

2 Smámynd: Hannes Friðriksson

ég skil ekki alveg, sat ekki sjáfstæðiflokkurinn hjá, og framsókn var á móti þegar greidd voru atkvæði í þinginu um fyrirvarana, og eru það þeir fyrivarar sem þeir nú verja sem óðir væru?

Hannes Friðriksson , 18.9.2009 kl. 11:52

3 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Fyrirvararnir voru settir af gefnu tilefni vegna vantrausts á ríkisstjórninni.  Nú þegar þeir eru það hálmstrá sem menn hafa og þá er að sjálfsögðu hangið á því.

Framsóknarmenn voru á móti fyrirvörunum vegna þess að þeir eru loðnir og teygjanlegir eins og komð er á daginn.

G. Valdimar Valdemarsson, 18.9.2009 kl. 15:17

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott svar, Valdimar, og góður pistill, Gestur!

Jón Valur Jensson, 18.9.2009 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband