Er Davíð ekki bara á leiðinni í ritstjórastólinn?

Fyrst Björn Bjarna er ekki á leiðinni í ritstjórastól Morgunblaðsins, eins og maður gæti hafa ímyndað sér, gæti það verið vegna þess að stóllinn sé ætlaður Davíð Oddssyni?

Blaðið yrði amk athyglisvert, umtalað og miðpunktur umræðunnar undir hans stjórn....


mbl.is Ekki á leið í ritstjórastólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það myndi bara þýða eitt að tími floksmálgagnanna sé kominn aftur. Það er ekki hægt að nota fyrrveradi einræðisherra sjálfstæðisflokksins sem leiðtoga frjásrar fjölmiðunar. Bananalýðveldi Ísland myndi ná nýjum öldudal við það. Ég myndi líta á það sem ekkert minna en tilraun til búsáhaldar gagnbyltingar og 'cover-up'.

Gísli Ingvarsson, 19.9.2009 kl. 09:15

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Davíð er með ritfærari mönnum.Það væri mér mikil ánægja að lesa skrif hans í Morgunblaðinu.Ég var á leiðinni að segja Morgunblaðinu upp ef ekki ættu að koma til ritstjóraskipti. Ef Davíð vill ekki í ritstjórastólinn þá ætti hann að geta haft sér við hlið einhvern sem kæmi að daglegri ritstjórn.Þorsteinn Pálsson heldur uppi áróðri í Baugsmiðlinum fyrir inngöngu í ESB.Það væri gott að fá Davíð sem mótvægi.Davíð er búinn að fá gæðastimpil frá Evu Joly, átrúnaðar goði SF-VG flokksins sem eru nú þagnaðir gagnvart Davíð og svo mun skýrsla rannsóknarnefndarinnar birtast í okt-nóv þar sem mun koma í ljós að allar þær lygar og  rógur um Davíð er bull.Seðlabankinn varaði ríkisstjórnina við en ekki var hlustað,segir Eva.Áfram Davíð, áfram xb, ekki ESB.Nú er að reka flóttann.

Sigurgeir Jónsson, 19.9.2009 kl. 09:53

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Geir Haarde var í spjallþætti sænsk-norskum Skavland í gær og var tekinn á beinið með kurteislegum hætti. Ekki vildi Geir kannast við að hann hafi verið varaður við og skýring hans var sú að þetta hafi verið ESB að kenna. Já já svona svona. Geir er samt sympatískari en flestir aularnir í hrunadansinum. Davíð verður náttúrulega aldrei hreinsaður vegna þess að hann skorti trúverðugleika sem raunverulegur seðlabankastjóri. Hann hafði 'legasí' að verja og samskifti hans og Geirs byggðust senninlega ekki á jafnvægisgrundvelli enda Davíð vanur að hefja sig yfir undirmenn sína. Það er ekki illa meint en hann bara er þannig. Sem aftur kemur að því að hann verður náttúrulega ekki notarlegur stjórnandi á Mbl heldur ef að líkum lætur. Kannski fær hann frekar svipaða aðstöðu og kollega Þorsteinn á Fréttablaðinu. Fasta síðu: Úr Svörtuloftum. Persónulega held ég að það sé lífsreynsla að vinna fyrir Davíð en þú vinnur ekki með svona gæja.

Gísli Ingvarsson, 19.9.2009 kl. 10:05

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er til fullt af hæfum mönnum og einkennilegt hvað menn hengja sig á þessi tvö nöfn, Björn og Davíð. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.9.2009 kl. 12:16

5 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Hann var víst nefndur sem hugsanlegur kandidat í jobbið.

Kolbrún Baldursdóttir, 19.9.2009 kl. 19:32

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Það er auðsjáanlegt að ný hreinsun er hafin og það á að ganga á milli bols og höfuðs ESB sinnum innan Sjálfstæðisflokknum. Nú kemur nýr ritstjóri og ritstjórnarstefna Morgunblaðsins mun breytast úr "pro" ESB í "contra" ESB afstöðu. Það verður dauði Morgunblaðsins þegar til lengdar lætur.

þetta gæti þýtt að Sjálfstæðisflokkurinn muni klofna og kannski er það eina færa leiðin fyrir hægri menn sem styðja aðildarviðræður við ESB. Þannig gæfist einnig tækifæri fyrir þá sjálfstæðismenn, sem hafa verið óánægðir árum saman og hafa yfirgefið flokkinn á undanförnum árum, en einnig þá óánægðu innan flokksins, sem eru fleiri en þingflokkin gæti grunað.

Bjarni Benediktsson er algjörlega aðgerðalaus og hefur sig lítið í frammi. Þorgerður Katrín virðist hafa orð fyrir flokknum eins og stendur og hún gefist upp fyrir "anti" ESB áróðrinum, enda mikið löskuð eftir ævintýri þeirra hjóna. Þorgerður heldur víst að hún nái sinni fyrri stöðu með því að snúast nú gegn ESB aðild. Það er misráðið af henni og nú hefur nú hvorki stuðning ESB sinna eða þeirra sem eru andsnúnir ESB aðild. Í raun er hún gjörsamlega rúin trausti.

Ég hafði gífurlega trúa á Þorgerði, en afstaða hennar í ESB málinu voru mér mikil vonbrigði. Ég vil gefa Bjarna Benediktssyni næsta vetur til að sanna sig, en því miður virðist þetta fólk ekki vera neinir tímamóta leiðtogar og hafa enga framtíðarsýn, en það er einmitt það sem þessi þjóð og Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.9.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband