Opinberun Bjarna Ben
12.1.2010 | 22:46
Afdrif Icesaveatkvæðagreiðslunnar snýst ekki um framtíð ríkisstjórnarinnar. Sérstaklega ekki núna meðan verið er að reyna að mynda þverpólitíska samstöðu milli stjórnmálaflokkanna.
Með yfirlýsingu sinni og beinni tengingu milli afdrifa þjóðaratkvæðagreiðslunnar og stöðu ríkisstjórnarinnar hefur Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðisflokkurinn opinberað að Icesavemálið og afstaða Sjálfstæðisflokksins til þess virðist bara snúast um að koma ríkisstjórninni frá og komast sjálfur til valda.
Þeir hagsmunir sem eru undir í icesavemálinu eru of stórir til að menn geti leyft sér að haga sér með þessum hætti. Því verða Sjálfstæðismenn að átta sig á. Það er alveg ljóst að þjóðin nær betri niðurstöðu ef mönnum auðnast að standa saman og fyrst ríkisstjórnin virðist loksins vera að átta sig á því, mega og geta stjórnarandstöðuflokkarnir ekki annað en reynt að gera sitt til að það takist.
Ef menn hafa einhvern hug á því að afla trausts og hafa áhrif á samfélagið í krafti þess trausts, verða menn að koma fram í þessu máli sem ábyrgir og traustir stjórnmálamenn og leiðtogar. Ekki valdagráðugir klækjastjórnmálamenn.
![]() |
Bjarni: Snýst um líf ríkisstjórnarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |