Breytum Högum í samvinnufélag
8.2.2010 | 14:11
Við þeirri umræðu sem upp er komin um ráðstöfun fyrirtækisins Haga, liggur í augum uppi að breyta fyrirtækinu í samvinnufélag.
Félagsmenn, kæmu inn með stofnfé, að lágmarki t.d. 50.000, greitt yfir ákveðið tímabil, mynduðu þannig sameiginlega eiginfjárstofn fyrirtækisins. Þeir sem vildu leggja meira inn, mættu það, en hver félagsmaður hefði sitt atkvæði, í samræmi við samvinnufélagsformið. Arðgreiðslur, sem aðallega fælust í bættum kjörum, en einnig ráðstöfun afgangs, yrðu greiddar út sem hlutfall af viðskiptum.
Enginn einn fengi meira en eitt atkvæði á félagsfundi, óháð stofnfjárstærð, þannig að blokkamyndun væri nánast óhugsandi og beint lýðræði fengi að ráða, öfugt á við gamla Sambandsveldið, sem byggðist upp á margföldu fulltrúalýðræði, þar sem hver silkihúfan kom upp af annarri.
Þannig færi stærsta smásöluverslunarfyrirtæki landsins í félagslega eigu, sem yrði öðrum aðilum á markaði, sem fyrir eru og væntanlega munu koma til, góð viðspyrna, enda yrði félagið ekki rekið með ofurhagnað í huga, heldur hagsmuni neytenda og félagsmanna í huga.
Þessi leið fæli í sér betri tíð með blóm í haga.
![]() |
Ákvörðun Arion banka misbýður samfélaginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Minnihlutastjórn vill losna úr klemmu
8.2.2010 | 09:28
Það að þessar þreifingar skuli hafa átt sér stað er ekkert annað en staðfesting á því að í landinu sé minnihlutastjórn við völd
Minnihlutastjórn sem Ögmundur Jónasson og hin í órólegu deildinni í VG verja falli.
Slík stjórn er í heljar greipum stuðningsaðilans sem er jú ekki til viðræðum um neinar málamiðlanir.
Til að losna úr slíkri stöðu verður að styrkja þingmeirihlutann og þessar þreifingar eru ekkert annað en viðleitni til þess.
Viðbrögð Framsóknar eru hárrétt. Hér þarf að taka mjög erfiðar ákvarðanir og best er að allir flokkar komi að því og auðvitað verður ekki til nein ný stjórn nema með nýjum stjórnarsáttmála.
![]() |
Biðla til Framsóknarmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |