Breytum Högum í samvinnufélag

Við þeirri umræðu sem upp er komin um ráðstöfun fyrirtækisins Haga, liggur í augum uppi að breyta fyrirtækinu í samvinnufélag.

Félagsmenn, kæmu inn með stofnfé, að lágmarki t.d. 50.000, greitt yfir ákveðið tímabil, mynduðu þannig sameiginlega eiginfjárstofn fyrirtækisins. Þeir sem vildu leggja meira inn, mættu það, en hver félagsmaður hefði sitt atkvæði, í samræmi við samvinnufélagsformið. Arðgreiðslur, sem aðallega fælust í bættum kjörum, en einnig ráðstöfun afgangs, yrðu greiddar út sem hlutfall af viðskiptum.

Enginn einn fengi meira en eitt atkvæði á félagsfundi, óháð stofnfjárstærð, þannig að blokkamyndun væri nánast óhugsandi og beint lýðræði fengi að ráða, öfugt á við gamla Sambandsveldið, sem byggðist upp á margföldu fulltrúalýðræði, þar sem hver silkihúfan kom upp af annarri.

Þannig færi stærsta smásöluverslunarfyrirtæki landsins í félagslega eigu, sem yrði öðrum aðilum á markaði, sem fyrir eru og væntanlega munu koma til, góð viðspyrna, enda yrði félagið ekki rekið með ofurhagnað í huga, heldur hagsmuni neytenda og félagsmanna í huga.

Þessi leið fæli í sér betri tíð með blóm í haga.


mbl.is Ákvörðun Arion banka misbýður samfélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guðmundur Jensson

Þetta er gert með góðum árangri í Noregi.

Samvinnufélög eru þar rekin í smásöluverslun í góðri samkeppni við einkarekstur. Og eiga góðan og tryggan kúnnahóp.

Veit ekki til þess að SAMBO hafi stofnað til milljarðaskulda, eða sett Norsku þjóðina á vonarvöl.

Jens Guðmundur Jensson, 8.2.2010 kl. 14:38

2 Smámynd: Valgeir

100% sammála.

Valgeir , 8.2.2010 kl. 15:34

3 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Sammála..en dálítið erfitt þegar þú hefur hóp manna..rotturnar sem ullu fallinu vinna saman gegn okkur almenning í landinu..þetta hyski gefur skít í okkar skoðanir..eins og stjórnmálastéttin.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 8.2.2010 kl. 21:59

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Þetta líst mér vel á! 

Auðun Gíslason, 10.2.2010 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband