Forsetinn að hafna ESB aðildarumsókn?

Þá hefur forsetinn vísað Icesavelögunum til þjóðarinnar og er um leið orðinn miðdepill athyglinnar um allar grundir, sem honum leiðist nú ekki.

En það sem hann er í rauninni að gera er að reyna að koma í veg fyrir að Ísland gangi í ESB, í bili amk og setja umsóknarferlið í algert uppnám. ESB á nefnilega eftir að samþykkja að ganga til viðræðna við okkur um aðild og á ég erfitt með að sjá ESB taka þá ákvörðun, meðan þetta mál er óklárað.

Því í aðild að ESB felst nefnilega önnur lausn á Icesave, sú lausn sem Samfylkingin hefur örugglega veðjað á án þess að vera það hreinskilin að segja frá því, en í heimsókn sinni til Íslands fyrir nokkru síðan, lýsti Olli Rehn, stækkunarmálastjóri ESB því yfir að Íslendinga biði efnahagspakki, gengjum við í ESB.

Slíkur pakki getur aldrei þýtt ekki annað en að Icesave yrði greitt fyrir okkur, eða réttara sagt að við yrðum styrkt til að borga Icesave, enda getur efnahagslífið aldrei komist á lappirnar með þennan klafa um hálsinn, sérstaklega eins og lánasamningurinn er skrúfaður saman núna, með þessum fáránlegu vaxtakjörum.

Sú lausn er nú komin í algert uppnám og ef ekki tekst að semja við breta og hollendinga um þá fyrirvara sem Alþingi setti í sumar við samningana sem gerðir voru, er hætt við að Ísland einangrist á alþjóðavettvangi.

Ég hef reyndar fulla trú á því að bretar og hollendingar muni fallast á sumarfyrirvara Alþingis í framhaldi af ákvörðun forsetans, lagabreytingin verði afturkölluð og málið fái að standa þannig.


mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband