Stjórnarandstöðueðli VG opinberast

Enn og aftur kemur VG upp um sig sem samtök fólks sem er í eðli sínu á móti stjórnvöldum á hverjum tíma - jafnvel þótt það þýði árás á eigin samherja.

Sjálfsgagnrýni gæti maður kallað það á jákvæðan hátt, en meðan VG stýrir menntamálaráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu er afar erfitt að sjá þessa yfirlýsingu af flokksráðsfundi VG sem annað en vantraust á eigin ráðherra.

Þeir hafa nefnilega allt sem til þarf til að ráðast í þær breytingar á RUV sem á færi stjórnvalda er.

Á sama tíma getur flokksráð VG ekki séð af einum bókstaf í umfjöllun um atvinnuvegi þjóðarinnar.

Ekki einum.


mbl.is RÚV harmar ályktun VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Lúðvíksson

Nú er bara að hvetja alla til að mæta á austurvöll í dag kl 15.

www.nyttisland.is

Lúðvík Lúðvíksson, 23.1.2010 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband