Hneykslanleg misnotkun á almannafé

Ríkisstjórnarflokkarnir eru með þessu 20/20 starfi að láta ríkissjóð greiða fyrir stefnumótunarvinnu sinna flokka, eitthvað sem þegar er búið að greiða þeim í formi ríkisframlags til stjórnmálaflokkanna.

Þessi vinna er leidd af varaformönnum VG, Katrínu Jakobsdóttur og Samfylkingarinnar, Degi B Eggertssyni. Það er engin tilviljun, enda bera þau ábyrgð á stefnumótun sinna flokka.

Með þessu launaða starfi er ríkið þannig sett í að borga fyrir að þau sinni sínum félagslegu trúnaðarstörfum innan eigin stjórnmálasamtaka.

Þau ákveða hvað verður svo birt í opinberu útgáfu niðurstaðnanna og hvað fer svo bara inn í stefnuskrá eigin flokka.

Aðrir stjórnmálaflokkar fá ekki aðgengi að þessari vinnu, sem er hneyksli.


mbl.is Segja sóknaráætlun ganga samkvæmt áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður E. Vilhelmsson

Þá er nú merkilegt að skoða nafngift þessarar stefnumótunarnefndar Samfylkingarinnar í þessu ljósi.

Sigurður E. Vilhelmsson, 26.1.2010 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband