Ef væri ég söngvari...

Það að umhverfisráðherra reyni að skýla sér á bakvið viðtengingarhátt í bréfi sínu til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps þar sem hún tilkynnir ákvörðun sína um að neita að staðfesta aðalskipulag sveitarfélagsins er ekkert annað en aumt yfirklór og sannraun á því  að ráðherra hefur ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni við undirbúning ákvörðunar sinnar, sem þó tók 14 mánuði.

Í lögum um skipulags- og byggingamál segir skýrt að ráðherra beri að óska umsagnar sveitarstjórnar áður en ákvörðun er tekin.

Ef ráðherra hefði gert það um þetta atriði hefði sveitarstjórn getað leiðrétt það með óyggjandi hætti.

Svona dylgjur og ærumeiðingar eru ráðherra ekki sæmandi og eðlilegt að sveitarstjórnin íhugi rétt sinn gagnvart dómsmáli.


mbl.is Hrunamenn undrast Þjórsármál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband