Nornaveiðar

Líklegast er það óhjákvæmilegur fylgifiskur þess ástands sem við lifum í, öll sú spilling og firring sem er að koma upp á yfirborðið veldur því, að allt sem gert er, sé blásið upp og tortryggt þannig að nornaveiðum líkist.

Það að Össur Skarphéðinsson skuli hafa hagnast um 30 milljónir er ein og sér alveg næg ástæða til að selja. Hann hafi fengið tilboð sem hann gat ekki hafnað.

Því hafi Össur ekki þurft að búa yfir nokkrum innherjaupplýsingum og þess vegna held ég að hann hafi hreinan skjöld

- í þessu máli.


mbl.is Hagnaður Össurar af sölu stofnfjárbréfa 30 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fekk hann tilboð? Og ef hann gat hugsanlega búið yfir innherjaupplýsingum (slíkur maður er nú líklegur til að frétta margt), er þá ekki fullsnemmt að gefa sér sakleysi hans? Ekki sleppur Baldur Guðlaugsson svona létt. En þú ert þó ekki Samfylkingarmaður eða Vinstri grænn?

Jón Valur Jensson, 5.2.2010 kl. 10:26

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég er framsóknarmaður og lítt um þessa ríkisstjórn gefinn, svo ekki sé meira sagt, en allir stofnfjáreigendur fengu tilboð um að selja hluti sína, og þar með örugglega líka Össur. Baldur var sannanlega á fundum þar sem innherjaupplýsingar um Landsbankann voru ræddar, en ekkert hefur komið fram um að það eigi við um Össur.

Menn verða að njóta sanngirni í umfjöllun og vera fá að vera ódæmdir þar til annað kemur í ljós.

Gestur Guðjónsson, 5.2.2010 kl. 10:51

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er alveg rétt hjá þér, Gestur. Hann hefur kannski leitað sér ráðgjafar og áttað sig á því, að fjarmálabólan væri að hjaðna, eða heyrt á skotspónum, að hagkvæmast væri að selja, þótt ýmsir aðrir hafi látið blekkjast af fagurgala stjórnar sparisjóðsins um sæmilega stöðu hans. Það á þó enginn að hafa neitt á móti því, að kannað verði, hvort Össur hafi haft aðgang að innherjaupplýsingum. En þakka þér svarið, Gestur framsóknarmaður!

Jón Valur Jensson, 5.2.2010 kl. 15:58

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er eðlilegt að skoða alla stjórnmálamenn ofan í kjölinn og gildir þá einu í hvaða flokki menn telja sig vera. En það vill brenna við að menn fái syndakvittun ef flokksskýrteinið er í lagi. Geri ráð fyrir að Jón Valur vilji skoða t.d. Bjarna Benediktsson eða Illuga bara til að gæta samræmis.

Finnur Bárðarson, 5.2.2010 kl. 16:33

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bjarni og Illugi eru ekkert á mínum vegum – og ég ekki á þeirra vegum og enn síður mín Kristnu stjórnmálasamtök!

Jón Valur Jensson, 5.2.2010 kl. 17:05

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hver skyldi vera ástæða þess að framsóknarmenn (rétt eins og aðrir menn) vilji ekki fyrir nokkurn mun skoða hvort Össur hafi hagnast á innherjaupplýsingum? 

Það er nefnilega þannig með lykkjuföll að það  getur verið varasamt að toga í þau.

Sigurður Þórðarson, 5.2.2010 kl. 17:13

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Er Össur á þínum vegum Jón ?

Finnur Bárðarson, 5.2.2010 kl. 18:02

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, sem betur fer ekki, því að engan á ég gapastokkinn.

Jón Valur Jensson, 5.2.2010 kl. 20:44

9 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þetta eru auðvitað púra nornaveiðar. Fréttirnar um Össur og Kristján Guy Burgess eru ágætt dæmi um það. Eins er umræðan um Ásbjörn Óttarsson nornaveiðakennd.  Hann gerði nákvæmlega það sem liðist hefur athugasemdalaust af þeim sem reka ehf í þessu landi og stefna frjálshyggjustjórnar íhalds og framsóknar var sú að greiða götu hlutafélaga á allan hátt og mismuna þannig rekstrarformum.

Ásbjörn gerði í raun ekkert annað en að taka út arð úr fyrirtækinu sínu umfram heimildir.  Ef hann verður uppvís af lögbrotum á hann að sæta rannsókn, dómi og refsingu, en ekki mannorðsmorði, án réttarhalda.

Það er bara þannig.

Jón Halldór Guðmundsson, 5.2.2010 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband