Öflug samvinnuhreyfing um allan heim - Danmörk

Samvinnuhugsjónin lifir góðu lífi um allan heim.

Í Danmörku er stærsta samvinnufélagið FDB, með 1,6 milljón félaga, 1 milljón sem hafa beina aðild og afganginn sem hefur aðild í gegnum samvinnufélög sem hafa svo aðild að FDB.

FDB á Coop a/s, sem er hlutafélag sem aftur rekur Brugsen-búðirnar og Kvickly, sem velta um 1.000 milljörðum íslenskra króna á ári, sem er til samans stærsta matvörukeðja Danmerkur.

Fyrir hverja búð kjósa félagar í FDB á svæðinu í stjórn, sem mótar stefnu búðarinnar og áætlun um félagsstarf í kringum viðkomandi búð, í samvinnu við starfsfólk hennar. Stjórnin fer yfir og samþykkir ársreikning og áætlun búðarinnar og ræður og rekur verslunarstjóra.

Markmið FDB er ekki bara að tryggja hagstætt vöruverð, en félagsmenn fá sérstakan afslátt af vörum auk félagsmannatilboða, heldur einnig að taka þátt í kynningu á þeim þáttum sem hafa þýðingu fyrir val og öryggi neytenda. Neytendavernd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Breytum Högum í samvinnufélag! Burt með frjálshyggjuna!

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 10.2.2010 kl. 12:50

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

http://en.wikipedia.org/wiki/Mondragon_Corporation

Fagor heimilistæki eru t.d. framleidd af samvinnufyrirtæki.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.2.2010 kl. 13:46

3 Smámynd: Jens Guðmundur Jensson

Það er ótrúlegt en satt að Samvinnuhreyfingin á Íslandi hafi fengið að líða undir lok. Það var sagt að tveir pólitískir pólar berðust um viðskiftavöld. Þ.á.m. í utflutningsgeiranum, t.d. sjávarafurðum. En fyrir hlutafélagavæðingu, voru nánast öll þessi félög/samtök hrein samvinnufélög. S.H. var algert samvinnufélag. Eftir hlutfélagavæðingu og gefið frelsi til útflutnings sjávarafurða urðu öll þessi félög að lokuðum klúbbum sem höfðu sem forgangsverkefni, með sameiningum og blokkamyndunum að ca. tvískifta greininni og útiloka aðra samkeppni. En þetta gerist alls staðar þar sem ekki eru virk samkeppnislög, lög um hringamyndun og lög sem kom í veg fyrir einræði (monopol) á markaði. Því minni sem markaðurinn er því auðveldara að komast í aðstöðu til að hindra samkeppni og koma á einokun.

Tökum bara sem dæmi spilið "MATADOR" á öðrum tungumálum heitir það "MONOPOL" enda gengur það frá upphafi til enda út á að útiloka alla samkeppni. "The winner takes it all" Íslensk lög um samkeppni og hringamyndun hafa verið praktiseruð eins og leikreglur Matador/Monopol

Auðvitað á að brjóta upp verslanaveldi Haga, kannski ekki í bankanum, sem getur haft annarlega hagsmuni. T.d. ef þú átt eignir fyrir skuldum í bankanum, ertu ofurseldur bankastjóranum. Skuldarðu margfaldar eignir þínar og getur að öllum líkindum aldrei borgað nema brot af skuldunum. Þá er bankastjórinn ofurseldur þér.

Þess vegna á að brjóta upp Hagaveldið með lögum. Koma upp vatnsþéttum skilrúmum á milli eininganna.

Norsk, Dönsk og Sænsk samvinnufélög gætu orðið góð fyrirmynd að réttlátara samkeppnisumhverfi á matvörumarkaði á Íslandi. 

Jens Guðmundur Jensson, 10.2.2010 kl. 15:19

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Frábær hugmynd. svf. Hagar :)

Guðmundur St Ragnarsson, 10.2.2010 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband