Samvinnustjórnmál bera árangur

Það var ekki fyrr en ríkisstjórnin sá að sér og fór að ástunda samvinnustjórnmál í stað þess að stunda spuna- og fleluleikjastjórnmál að mál fóru að hreyfast í rétta átt í Icesave.

Reyndar það góðan að spunameistarar Samfylkingarinnar eru komnir á fullt í mannorðsávirðingum til að einstaklingar í stjórnarandstöðunni fái ekki notið sammælis um sinn hlut.

En vonandi er þetta hluti af því ferli að útrýma svoleiðis vitleysu, og menn fari að ræða málefni og svara efnislega í stað þess að ráðast á sendiboðana í sífellu.


mbl.is Held í vonina um samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Utanþingsstjórn er það eina sem við getum haft í stöðunni flokksræðið virkar ekki til þess er það of spillt og einkavinavætt það sem meira er að það nær líka yfir dómstólana það er hættulegt.

Sigurður Haraldsson, 21.2.2010 kl. 23:24

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er nú gott að þið viljið skrúfa niður í vitleysunni og sundurlyndisbálinu sem að hin Nýja Framsókn hefur lagt áherslu á að kynda undir.

Það er enn betra ef þið viljið fara að stunda samræðu og samvinnustjórnmál. Ef að flokknum er ætlað að hafa inntak og hugsjónir.

Síðustu tuttugu árin hefur þetta verið rekið sem frekar trygg atvinnumiðlun þar sem Kaupfélags- og Kögunarsynirnir reyna að ná til sín stærstu bitunum af hræi samvinnuhreyfingarinnar.  

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.2.2010 kl. 23:42

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég fagna því að stjórnmálaforingjar okkar reyna að vinna saman að því að lenda þessu Icesave máli.

Þeir eru meiri menn fyrir vikið, þó að það gefi betri skor að tala illa um hver annan.

Jón Halldór Guðmundsson, 22.2.2010 kl. 00:47

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jón þeir hefðu aldrei gert það nema með aðstoð forsetans lýðræðið er hjá okkur.

Sigurður Haraldsson, 22.2.2010 kl. 01:28

5 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Samvinna skilar ávalt árangri "win-win" hugsun skiptir miklu máli, allir eiga að geta náð saman á sanngjörnum nótum.  Samvinnuhugsunin er falleg hugsun..!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 22.2.2010 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband