Ráðaleysið í efnahagsmálum algert

 

Var að skoða drög að ályktunum Samfylkingarinnar um efnahagsmál. Þar er ekkert fjallað um það aðhald í ríkisrekstrinum sem ritið kallar eftir. Þannig að ekki er Samfylkingin að fara eftir eigin greiningu á ástandinu.

Liðir 1 til 5 eru samhljóða. Bæta hagstjórnina. Ekkert sagt hvernig. Bara að það eigi að gerast og í samráði við 6-8 eru teknir frá ályktunum Framsóknar. Liðir 9 og 10 fjalla ekki um efnahagsmál, heldur neytendamál sem Framsókn gerir hærra undir höfði en svona. Liðir 11-13 eru samhljóða Framsókn, en eru samt þensluhvetjandi. Ég veit ekki hvernig hægt er að réttlæta lið 14, að allar lífeyrissjóðsgreiðslur beri fjármagnstekjuskatt sem rennur í dag til ríkisins eingöngu. Liður 15 gengur of skammt og gerir samkeppni á bankamarkaði ekki eins mikla og ef farið er að tillögum Framsóknar. Liður 16. Þarna eru krötunum vel lýst, rústa íslenskum landbúnaði á grundvelli rangfærslna í skýrslu Jóns, þar sem hann telur bara til framleiðslutengda styrki í viðmiðunarlöndum en ekki aðra styrki til landbúnaðinum þar.

Liður 17 er ótrúlega vitlaus. Á sem sagt að heimila fyrirtækjum að ákveða í hvað skattarnir okkar fara, með því að veita þeim þennan afslátt? Þau hafa ekki mitt umboð til þess, það er Alþingis að ákveða hvernig farið er með skattfé. Skattaafsláttur er ekkert annað en úthlutun á skattfé.

18 til 20 eru afritun frá ályktunum Framsóknar, en Samfylkingin má skammast sín fyrir að hafa staðið í vegi fyrir að atriði 20 hefði komist til framkvæmda í vor.

Sem sagt: Samfylkingin ætlar að bæta hagstjórnina. Einhvernvegin.


mbl.is Samfylkingin vill stórátak í samgöngumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Þetta er plagg sem efnahagsstefnan, sem verður kynnt á landsfundinum um helgina, er byggð á. 

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 12.4.2007 kl. 15:29

2 Smámynd: Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu

Bætir það nokkru við augljóst ráðleysi Framsóknarflokksins í efnahagsmálum að í kosningastefnuskrá flokksins er ekki einu sinni að finna markmiðslýsingar, hvað þá leiðir? Þar efnahagsstefnunni ekki einu sinni gert svo hátt undir höfði að hafa hana með.

Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu, 12.4.2007 kl. 15:31

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Jónas, ég er að fjalla um drögin að ályktunum sem þið ætlið að samþykkja um helgina. Reyndar verðið þið meira og minna að samþykkja þau óbreytt, því þingflokkur ykkar er þegar búinn að kynna kosningamál ykkar.

Átakshópur: Stefnu Framsóknar í efnahagsmálum er að finna á síðu 5 í ályktunum flokksþingsins.

Gestur Guðjónsson, 12.4.2007 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband