Íhaldið er þarna undir niðri
12.4.2007 | 20:35
Í ályktunardrögum fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins er ekki margt markvert að finna annað en lof um eigin menn, en þar er þó eftirfarandi að finna:
"Tímabært er að losa um eignarhald hins opinbera á orkufyrirtækjunum og leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins, svo þessi fyrirtæki fái að fullu notið sín í útrás íslenskrar sérþekkingar. Landsfundur leggur til að stefnt verði að því að færa eignarhald opinberra aðila að orkufyrirtækjunum yfir til einkaaðila, þó þannig að gætt sé vandlega að samkeppnis- og jafnræðissjónarmiðum."
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sem sagt að selja Landsvirkjun, sem í krafti stöðu sinnar sem sameign þjóðarinnar hefur fengið að beita eignarnámi og haft aðgengi að auðlindum þjóðarinnar langt, langt umfram það sem nokkurt einkafyrirtæki hefði nokkurntíma fengið. Þetta er reyndar í samhljóm með annarri ályktun þeirra.
"Landsfundur telur að skynsamleg og hagkvæm nýting náttúruauðlinda Íslands verði best tryggð með því að nýtingar- og afnotarétturinn sé í höndum einstaklinga."
Þetta skýrir afstöðu þeirra í þjóðlendumálinu. Þeir ætla sem sagt að hafa sem mest land undir ríkið og koma í hendur Landsvirkjun áður en hún verður seld. Gamla íhaldið er þarna undir fínu klæðunum, það er alveg greinilegt...
Geir: Eðlilegt að ríkið tryggi öllum lágmarkslífeyri úr lífeyrissjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:42 | Facebook
Athugasemdir
Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði einn ráðið för væri löngu búið að einkavæða
Landsvirkjun. Það hefur honum hins vegar alls ekki tekist. Þökk sé Framsókn!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.4.2007 kl. 21:30
Við skulum ekki gleyma því að Katrín varaformaður VG útilokar ekki að selja Landsvirkjun, í reynd er það bara Framsóknarflokkurinn sem hefur með afgerandi hætti ályktað um að Landsvirkjun verði ekki einkavædd og vatns og virkjanaréttind færð einstaklingum á silfurfati. Setjum X við B og tryggjum að þjóðin eigi og njóti arðsins af virkjununum.
G. Valdimar Valdemarsson, 13.4.2007 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.