Mannréttindi í skilningi Hjörleifs Guttormssonar

Hjörleifur Guttormsson, fv. iðnaðarráðherra ritar makalausa grein í Fréttablaðið í dag. Eitt magnaðasta Hjörl hans hingað til. Leggur hann til við Íslandshreyfinguna að hún leggi sjálfa sig niður. Henni er ekki einu sinni boðið að ganga til liðs við VG, heldur reynir hann einungis að skipa Íslandshreyfingunni að leggja sjálfa sig niður, til framdráttar málstaðnum. 

Þarna sýnir enn einn fulltrúi VG virðingu sína fyrir mannréttindum, ritaði um virðingu þeirra fyrir skoðanafrelsinu hér.

Nú er komið að frelsinu til stjórnmálaþátttöku. Það mega ekki nema þeir sem eru jafnari en aðrir taka þátt í stjórnmálum.

Svona til fróðleiks rakst ég á eftirfarandi frétt um stóriðjuandstæðinginn Hjörleif í Morgunblaðinu um daginn:

Baksíða Moggans 10 april 1981


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Eftir fall kommúnismanns í Evrópu hafa rótækir vinstrihópar höndlað  einn annan
,,sannleika" sem er öfgakennd umhverfisvernd, sem byggist á því að rústa heilu
borgaralegu samfélögin  með öfgakenndum viðhorfum á sviði umhverfismála.
Í þeirri baráttu eru mannréttindi og atvinnuöryggi fólks látin algjörlega víkja
fyrir málstaðnum, eins og nýleg dæmi sanna hérlendis.  Ósvífnin gegngur svo
langt að á sama tíma sem barist er gegn ákveðnu fyrirtæki geta forkólfar þeirra
verið að betla peninga frá hinu sama fyrirtæki, sbr Alcan nýverið. Þessum öfgahópum virðist ekkert heilagt!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.4.2007 kl. 17:28

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég heyrði einu sinni að andóf og mótmæli í samfélaginu væri fasti. Nú er herinn farinn og NATO ekki lengur á móti Varsjárbandalaginu, þannig að til að þeir einstaklingar í samfélaginu sem hafa þörf fyrir að vera á móti og andæfa, hafa tekið umhverfismálin upp á sína arma.

Gestur Guðjónsson, 14.4.2007 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband