Þarf að senda Björgvin í kynskiptiaðgerð?

Ég fæ ekki séð að ISG geti orðið forsætisráðherra. Til þess hefur hún brennt of margar brýr að baki sér, er orðin bitur og neikvæð. Það kann ekki góðri lukku að stýra.

Þannig að miðað við orð hennar verður Björgvin G Sigurðsson, þann sem ég sé sem besta kost Samfylkingarinnar í formannsembættið, að drífa sig í kynskiptiaðgerð. Hann verður að drífa sig, því þetta tekur víst talsverðan tíma.


mbl.is „Það þarf konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Gott Gestur að þú ert meðvitaður um að næsti forsætisráðherra komi úr röðum Samfylkingarinar. 

Tómas Þóroddsson, 13.4.2007 kl. 23:18

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Nú, ætlar þú að hafa forsætisráðherra úr öðrum flokkum þangað til að hann verður kominn að? Það var þá metnaður...

ps. til hamingju með Kristrúnu Heimis í Kastljósinu í kvöld. Þvílík snilldarframmistaða.

Gestur Guðjónsson, 14.4.2007 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband