Þingmannsefni Samfylkingarinnar fór á kostum í Kastljósinu
14.4.2007 | 01:05
Kristrún Heimisdóttir fór mikinn í Kastljósinu í kvöld. Held reyndar að þetta sé í fyrsta skipti sem ég hef séð hana í sjónvarpi, þar sem hún hefur ekki minnst á að hún sé lögfræðingur. Snæþór lýsir þessu ágætlega hér
En það er alveg greinilegt að frambjóðendur Samfylkingarinnar hafa ekki hugmynd um hvað fjármál eru, miðað við það sem fram kom í þættinum. Það að kalla stefnuskrár annarra flokka dýrar og hafa svo ekki hugmynd um hvað þeirra eigin tillögur kosta ber ekki vott um mikla þekkingu eða yfirvegun. Kasta því svo fram að það eigi að kæla hagkerfið. Ég hélt að allar spár segðu að það væri þegar farið að kólna og næði jafnvægi strax á þessu ári. Það væri dálaglegt ef Samfylkingin kæmist í stjórn og hún færi svo að gorta sig af því að hafa náð tökum á hagkerfinu, eða er ætlunin að frysta hagkerfið og koma í brúk því hagstjórnartæki sem systurflokkar Samfylkingarinnar á Norðurlöndunum nota helst, atvinnuleysi?
Einnig kom fram að tillögur Samfylkingarinnar í efnahagsmálum væru einkasmíð Jóns Sigurðssonar í Helsinki. Er sem sagt enginn í frambjóðendahóp Samfylkingarinnar sem er tækur í það minnsta að aðstoða hann, bara smá?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk Gestur. Það er von að Kristrún sé æst. Ég meina fara inn í landsfund með svona hrikalega könnun á bakinu og formaðurinn heldur því svo statt og stöðugt fram að um stórflokk sé að ræða?
Annars tók Jón okkar Sigurðsson saman fínan pistil um skandinavísku fyrirmyndina. Þar rifjar hann upp með okkur skattbyrði upp á allt að 60% í Svíþjóð, miklu hærri fjármagnstekjuskatta sem fæla öflug fyrirtæki frá og langvarandi atvinnuleysi. Það gæti verið hollt fyrir Kristrúnu og í raun allt Samfylkingarfólk sem fékk ekki að taka þátt í mótun stefnunnar fyrir flokkinn, því eins og ég og þú vitum, felst mikill lærdómur í slíku starfi.
Helga Sigrún Harðardóttir, 14.4.2007 kl. 02:18
Svo talaði hún blessuð um að aðrir hafi ekki fylgst með, og sagði svo í sömu setningunni að Samfylkingin væri stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Það eru 4 ára gamlar féttir sem hafla breyst heldur betur undir núverandi forystu flokksins.
G. Valdimar Valdemarsson, 14.4.2007 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.