Sjálfstæðisflokkurinn sáttur við stuðninginn við Íraksstríðið

Ekki er minnst einu orði á Íraksstríðið í utanríkisályktun Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn er sem sagt alveg sáttur við þá ákvörðun sem tekin var, þrátt fyrir að hún hafi verið byggð á gögnum frá Bandaríkjamönnum sem sýndu sig svo að vera hreinn uppspuni. Íhaldið ætlar sem sagt ekkert að endurskoða sambandið við Bandaríkjamenn sem hafa brugðist trúnaði okkar með áður óþekktum hætti.

Sömuleiðis var samþykkt ályktum þess efnis að Sjálfstæðisflokkurinn hafni hvers kyns stuðningi við ríkisstjórnir, sem hryðjuverkahópar eiga aðild að. Miðað við þá fylgispekt sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt Bandaríkjamönnum og ætlar að gera áfram, þýðir þetta að Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei geta stutt stofnun Palestínuríkis...

Er hægt að styðja svona skoðanir???


mbl.is Tekist á um orðalag í utanríkismálaályktun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Skrifaði nýlega um mismunandi áherslur stjórnarflokkanna íÍraksmálinu. Meðan
Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir á flokksþingi að aðkoma
íslenzkra stjórnvalda að Íraksstríðinu væru MISTÖK styðja Sjálfstæðismenn enn
mistökin. Alveg með eindemum hvað Sjálfstæðismenn hafa alltað verið
ÓSJÁLFSTÆÐIR gagnvart bandariskri utanríkisstefnu, jafnvel þótt hún sé  út úr
kú oftar en ekki, og jafnvel þótt bandariksur her sé horfin á braut af Íslasndi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.4.2007 kl. 16:49

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Nákvæmlega. Skrifaði líka um þetta hérna fyrir stuttu

Gestur Guðjónsson, 14.4.2007 kl. 16:51

3 identicon

Það var ég sem lagði fram þessa tillögu fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Það er Hægt að eiga samskipti við ríkisstjórnir án þess fjárhagslega eða pólítískt að styðja þær.

Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 19:19

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Gunnlaugur: Það er rétt hjá þér, en hver ætlar að skilgreina hvað eru hryðjuverkasamtök? Ef það eru Bandaríkjamenn, verður enginn stuðningur við Palestínumenn. Á að skilja þetta þannig? Ég vil ekki að við hættum samskiptum við Ísrael, þótt þeir hafi framið margt ódæðið, sem alveg mætti flokka undir hryðjuverk.

Gestur Guðjónsson, 15.4.2007 kl. 19:28

5 identicon

Frekari upplýsingar varðandi ályktun Sjálfstæðisflokksins er hægt að finna í grein minni: Tilgangur orðalag ályktunarinnar

Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 18:52

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Gunnlaugur: Þetta er afar góð grein hjá þér og fyrir innrásina í Írak hefði ég verið sammála þér. Vandamálið er að þetta mat sem þú fjallar um sem forsendu fyrir því að meta hvað eru hryðjuverkasamtök og hvað ekki, verður að byggjast á áreiðanlegum gögnum. Til þess þarf tvennt að mínu mati. Annars vegar greiningardeild eins og Björn Bjarnason hefur lagt til og ég hef stutt, t.d. hér, og hins vegar aðgengi að áreiðanlegum upplýsingum, því ekki verður deildin það sterk að hún fari að afla mikilla gagna sjálf, t.d. í Téteníu. Bandaríkjamenn blekktu okkur í aðdraganda árásinnar í Írak og það er alvarlegur trúnaðarbrestur, sem þeir virðast ekki hafa neinn áhuga á að ráða bót á.´

Þess vegna gengur ekki að hafa svona orðalag í ályktun stjórnmálaflokks á Íslandi og get ég því ekki stutt það.

Ég sakna þess úr greininni þinni að þú fjallar ekkert um Ísrael, Sýrland og Palestínu, eina helstu uppsprettu ófriðar í heiminum undanfarna áratugi.

Gestur Guðjónsson, 16.4.2007 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband