Er ráðlegt að beina olíuskipum á íshafsvæði?

Þessi frétt um að hundrað bátar selveiðimanna séu fastir í ísnum, fær mann til að minnast þess að fyrir stuttu barst ís inn á Dýrafjörð, þar sem hugmyndir eru að byggja olíuhreinsunarstöð.

Það er mikil pressa á skipum og hreinsistöðvum að ekkert stoppi, hver klukkustund er kostnaðarsöm og því hætt við að skip freistist til að fara í ísvatn, sem hugsanlega getur farið illa. Það var við slíkar aðstæður sem ExxonValdez fór upp á sker. Þótt frumorsök þess slyss hafi verið drukkinn skipstjóri, er ljóst að ef af þessu verður, verður að taka upp leiðsögn um svæðið, svipað og er gert í Noregi.


mbl.is Hundrað bátar selveiðimanna fastir í ísnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Fyrir liggur að sigling olíuskipa vestan- og austan við Ísland muni stóraukast í
framtíðinni, hvort sem hér verður byggð olíuhreinsunarstöð  eða ekki. Sigling slíkra skipa fer eftir mjög ströngum kröfum, auk þess að allt eftirlit með slíkum siglingum á
eftir að stóraukast í samræmi við það. Út á þetta gengur t.d stóraukin samvinna
Dana, Norðmana og Íslendinga á sviði öryggismála  á N-Atlantshafi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.4.2007 kl. 10:27

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Spurning er hvort rétt sé að staðsetja hana þarna og þvinga umferðina vesturfyrir, þótt Vestfirðir þurfi virkilega á nýsköpun að halda. Þegar ís er nálægt landi fyrir vestan er leiðin austurfyrir land greiðfær og ljóst að ef af þessu verður þarf að skoða ísmál og leiðsögu afar vel.

En aðalmálið er að koma þarf upp leiðsögu eins og Norðmenn hafa komið upp í tengslum við Mongstad, Snevite og fleiri stöðvar og svæði sem mikil umferð er um. Það er óháð hreinsistöðvarbyggingu.

Er yfirmaður öryggismála á olíuskipunum Keili og Laugarnesi og þekki þessar kröfur sem þú vísar í mæta vel. Það eru vandfundin skip sem búa við jafn mikinn aga og efna og olíuflutningaskip og get ég fullyrt að það er ekki líku saman að jafna á við hefðbundin fraktskip og gámaskip.

Gestur Guðjónsson, 19.4.2007 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband